Fótbolti

Pellegrini óttast ekki um starf sitt

Pellegrini ásamt Khaldoon al Mubarek, stjórnarformanni City.
Pellegrini ásamt Khaldoon al Mubarek, stjórnarformanni City. vísir/getty
Það er pressa á Man. City í Róm í kvöld en liðið gæti fallið úr leik í Meistaradeildinni.

City á útileik gegn Roma sem verður að vinnast ef liðið ætlar sér að komast í sextán liða úrslit keppninnar.

Þó svo það sé pressa á liðinu og það yrði mikið högg fyrir félagið ef það færi ekki áfram er stjórinn, Manuel Pellegrini, öruggur með sína stöðu.

„Mitt starf er ekki undir í þessum leik. Auðvitað er þetta mikilvægur leikur en hann hefur ekki úrslitaáhrif um mína stöðu," sagði Pellegrini.

„Ég hef aldrei verið undir neinni pressu frá stjórninni. Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af minni framtíð."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×