Fótbolti

Pellegrini: Við ætlum að sækja í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður mikið um dýrðir í kvöld.
Það verður mikið um dýrðir í kvöld. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að lið sitt mæti í sóknarhug í seinni undanúrslitaleikinn á móti Real Madrid sem fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid í kvöld.

Manchester City og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum en ef marka má viðtal Síle-mannsins við Manchester Evening News þá er von á meiri sóknarbolta í kvöld.

„Við reynum að spila eins og við gerum í hverri viku. Besti möguleiki okkar á því að komast í úrslitaleikinn er að spila eins og við kunnum best," sagði Manuel Pellegrini við blaðamann Manchester Evening News.

„Við reyndum að spila okkar sóknarbolta í fyrri leiknum í Manchester en það var ekki góður dagur fyrir okkar skapandi leikmenn. Við ætlum að reyna að sækja í kvöld," sagði Pellegrini.

„Við eigum möguleika að komast í úrslitaleikinn þangað sem félagið hefur aldrei verið áður. Við erum að fara mæta frábæru liði Real Madrid og fáum að spila þennan mikilvæga á fallegum leikvangi," sagði Pellegrini.

Pellegrini vildi ekki gera mikið úr því að Zinedine Zidane talaði ekkert um Manchester City liðið á blaðamannafundi sínum fyrir leikinn.

„Það skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að vera betra liðið í leiknum og komast í úrslitaleikinn. Við treystum okkur sjálfum og vonandi getum við náð þessu stóra takmarki," sagði Pellegrini.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD. Á undan og eftir verður fjallað um leikinn í Meistaradeildarmörkunum.



Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×