Enski boltinn

Pellegrini: Toure ánægður hjá Manchester City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toure hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í vetur.
Toure hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína í vetur. vísir/getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City segir að miðjumaðurinn Yaya Toure sé ánægður hjá félaginu.

Toure, sem verður 32 ára í næsta mánuði, hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra og hefur þrálátlega verið orðaður við brottför frá City. Þær sögusagnir fengu svo byr undir báða vængi þegar Toure sagði nýverið að Paris Saint-Germain væri frábært félag í samtali við franska vefsíðu.

Þrátt fyrir þetta telur Pellegrini að Fílbeinsstrendingurinn sé ánægður í herbúðum Englandsmeistaranna sem eru sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Kannski felst áskorun í því að vera áfram hjá City,“ sagði Pellegrini aðspurður um ummæli Toure.

„Ég er viss um að hann er ánægður hér,“ bætti knattspyrnustjórinn við.

Toure kom til City frá Barcelona sumarið 2010 og hefur á þeim tíma tvívegis orðið Englandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×