Enski boltinn

Pellegrini: Tók rétta ákvörðun að tefla fram varaliðinu gegn Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Manuel Pellegrini með verðlaunagripinn í kvöld.
Manuel Pellegrini með verðlaunagripinn í kvöld. Vísir/getty
„Við áttum þetta skilið eftir öll færin sem við fórum illa með í þessum leik. Ég man ekki eftir því að Willy hafi þurft að verja skot fyrstu 90. mínútur leiksins,“ sagði Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, sáttur eftir að hafa horft á lærisveina sína tryggja sér enska deildarbikarinn.

Það vakti töluverða athygli að Pellegrini skyldi tefla fram Willy Cabarello í markinu í stað Joe Hart en argentínski markvörðurinn reyndist hetja Manchester City í vítaspyrnukeppninni.

„Ég væri frekar til í að tapa þessum leik heldur en að svíkja loforð sem ég gaf. Fjölmiðlamenn vonuðust eflaust til þess að Willy myndi gera mistök en ég treysti honum. Ég er glaður fyrir hönd allra leikmanna liðsins en sérstaklega fyrir hans hönd.“

Pellegrini lyfti í kvöld deildarbikarnum í annað skiptið en þetta er síðasta tímabil hans sem knattspyrnustjóri liðsins.

„Að vinna titla á Wembley er alltaf sérstök tilfinning en núna þurfum við að hugsa út í næsta leik. Við erum níu stigum á eftir Leicester en eigum leik til góða og við þurfum að vera klárir í slaginn gegn Liverpool í næsta leik.“

Það vakti töluverða athygli þegar Pellegrini tefldi fram ungu liði gegn Chelsea um síðustu helgi í enska bikarnum en hann segir frammistöðu liðsins í dag sýna að það hafi borgað sig.

„Ég þurfti að taka erfiða ákvörðun en ég tel að eftir frammistöðuna í Úkraínu og leikinn í dag að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Pellegrini sem skemmti sér konunglega yfir vítaspyrnukeppninni.

„Ef ég hefði fengið að velja hvernig leikurinn myndi fara vildi ég helst vinna þetta í vítaspyrnukeppni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×