Enski boltinn

Pellegrini: Titilbaráttan verður jöfn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pellegrini er pollrólegur þó lið hans sé enn að elta Chelsea
Pellegrini er pollrólegur þó lið hans sé enn að elta Chelsea vísir/getty
Þessi vikar er lykilvika á tímabilinu. Það eru níu stig í boði á einni viku,“ sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City eftir 3-1 sigur á WBA í gær.

City mætir Burnley á morgun og getur þá unnið tíunda leik sinn í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins. City er þremur stigum á eftir Chelsea í titilbaráttunni en Pellegrini segir að minnsta kosti þrjú lið eiga möguleika á titlinum.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst á topp deildarinnar og þurfa ekki að vinna upp forskot á seinni hluta tímabilsins.

„Við hugsum ekki um einhver met en við hugsum um að safna stigum því titilbaráttan verður mjög jöfn allt til loka og við viljum verja titilinn.

„Ef við höldum áfram okkar góða gengi þá getum við kannski gert þetta. Það lið sem nær 86 stigum getur unnið titilinn. En þetta er ekki bara tveggja liða titilbarátta. Önnur lið munu taka þátt. Manchester United,“ sagði Pellegrini.

City vann níu leiki í röð í öllum keppnum tímabilið 2011-2012 og hefur jafnað þann árangur. Liðið getur unnið tíunda leikinn í röð á morgun gegn Burnley og svo mætir liðið Sunderland á nýársdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×