Enski boltinn

Pellegrini: Hafði áhyggjur af byrjun tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini var ekki eins glaðbeittur á þessari mynd og í gær.
Pellegrini var ekki eins glaðbeittur á þessari mynd og í gær. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, er ósáttur með tap liðsins gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mame Biram Diouf skoraði eina mark leiksins eftir tæpan klukkutíma leik.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, á móti liði sem myndi verjast með alla menn fyrir aftan boltann," sagði Chílemaðurinn Pellegrini.

„Á síðasta ári var leikurinn svipaður gegn Stoke og í ár, en við vorum heppnir og skoruðu eitt mark. Í gær sköpuðum við ekki nægilega mörg færi til að skora."

City er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina og það er Pellegrini ekki ánægður með.

„Það var mikilvægt að klára fyrstu þrjá leikina með níu stig, sérstaklega þegar þú ert að spila á heimavelli, en ég hafði áhyggjur af liðinu í upphafi móts."

„Hópurinn okkar er ekki 100% klár í slaginn og ég held að við höfum séð það í síðari hálfleik. Þrír eða fjórir leikmenn geta ekki spilað af sama krafti í 90 mínútur," sagði Pellegrini í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×