Enski boltinn

Pellegrini: Ég þarf ekki að vinna titil til að halda starfinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manuel Pellegrini er ekki í góðri stöðu til að vinna titil í ár.
Manuel Pellegrini er ekki í góðri stöðu til að vinna titil í ár. vísir/getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur litlar áhyggjur af starfi sínu þó það stefni í titlalaust tímabil hjá liðinu.

Englandsmeistararnir unnu ekki deildabikarinn, eru úr leik í bikarnum, eru 2-1 undir gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fimm stigum á eftir Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Chelsea á leik til góða.

„Það hefur aldrei verið nein pressa á mér að vinna titla hérna,“ sagði Pellegrini á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn nýliðum Leicester í úrvalsdeildinni annað kvöld.

„Eina pressan fyrir mér er þegar ég sé liðið mitt spila ekki jafnvel og ég vil að það geri. Ég endurtek: Þegar ég skrifaði undir samning hérna var mér ekki sagt að ég þyrfti að vinna titil á hverju ári eða fimm titla á fimm árum. Titlar eru mikilvægir en ekki það eina sem skiptir máli,“ sagði Manuel Pellegrini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×