Viðskipti innlent

Paula Gould ráðin til OZ

Samúel Karl Ólason skrifar
Paula Gould.
Paula Gould.
Paula Gould hefur verið ráðin til hugbúnaðarfyrirtækisins OZ og mun hún stýra markaðssetningu fyrirtækisins. Paula segist hafa starfað bæði í list og í tæknigeiranum í Los Angeles sem og á Íslandi. „Ég er spennt fyrir því tækifæri að ganga liðs við OZ, þar sem ég get sameinað ástríðu mína fyrir list með reynslu minni við frumkvöðlastarf sem hjálpar höfundum að ná til sinna markhópa.“

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið kynnti þjónustu sína á Ace hótelinu í Los Angeles í apríl. Þjónustan gerir hverjum sem er kleift að búa til sína eigin áskriftarstöð og velja sér áskriftargjald sem hentar hverri og einni sjónvarpsstöð. Meðal þeirra sem kynntu nýjar stöðvar á OZ og komu fram voru íslensku hljómsveitirnar GusGus, Retro Stefson og Samaris.

„Við erum mjög ánægð með að fá Paulu til liðs við stækkandi teymi okkar,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ. „Nálgun hennar að markaðssetningu og kænska í samblandi við tengsl hennar við skapandi geirann samrýmist markmiðum okkar um að stækka við okkur í Los Angeles og bjóða þjónustu okkar höfunda sem hafa þörf fyrir að skapa og dreifa í gegnum áskriftarstöðvar.“

Paula starfaði áður hjá GreenQloud en hún verður yfirmaður markaðsmála hjá OZ.


Tengdar fréttir

Hýsa myndir utan úr geimnum

Planet Labs, bandarískt hátæknifyrirtæki, hefur valið Advania sem hýsingaraðila fyrir safn háskerpumynda sem floti gervihnatta fyrirtækisins tekur stöðugt af jörðinni.

Retro Stefson með nýja stöð í OZ appinu

OZ appið kynnir á fimmtudag nýjar smásjónvarpsstöðvar, sem verða aðgengilegar fyrir áskrifendur í gegnum appið og opna Retro Stefson-stöðina LFS.

Oz kynnti þjónustu sína

Um 800 manns úr kvikmynda,sjónvarps, tónlistar, og skemmtanaiðnaðinum voru viðstaddir þegar íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ kynnti nýja þjónustu sína á Ace hótelinu í Los Angeles á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×