Fótbolti

Paul Scholes: Engin Evrópustemning hjá Man City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes í leik á móti Manchester City.
Paul Scholes í leik á móti Manchester City. Vísir/Getty
Paul Scholes, fyrrum leikmaður og nú goðsögn hjá Manchester United, gagnrýndi stuðningsmenn Manchester City eftir 1-1 jafnteflið á móti Roma í Meistaradeildinni í gær.

Manchester City er einu sinni enn að byrja illa í Meistaradeildinni og Scholes setur hluta af skömminni á stuðningsmennina en „aðeins" 37.509 mættu á leikinn í gær á Etihad-leikvanginn sem tekur meira en 46 þúsund manns í sæti.

„Þegar þú kemur hingað á Evrópuleik þá finnur ekki þessa Evrópunæturstemningu eins og er hjá Liverpool, á Old Trafford og hjá Chelsea. Þessi félög hafa hana á sínum Evrópuleikjum en hún finnst ekki hér," sagði Paul Scholes.

„Ég spyr því hvort að stuðningsmennirnir átti sig á því hversu heppnir þeir eru að vera með í Meistaradeildinni. Ég held að þeir geri það ekki," sagði Paul Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×