Enski boltinn

Paul Lambert reiður út í Koeman

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ron Vlaar í leik gegn Stoke um helgina.
Ron Vlaar í leik gegn Stoke um helgina. Vísir/Getty
Paul Lambert, knattspyrnustjóri Aston Villa var ósáttur að heyra Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Southampton tala við fjölmiðla um áhuga sinn á Ron Vlaar á dögunum.

Miðvörðurinn Vlaar er hollenskur líkt og Koeman og lék undir stjórn hans hjá Feyenoord á sínum tíma. Þótti hann vera einn af betri miðvörðunum á Heimsmeistaramótinu í sumar en hann lék alla leiki hollenska landsliðsins á mótinu.

Southampton er í leit að nýjum miðverði eftir að félagið seldi Dejan Lovren til Liverpool á dögunum og sagði Koeman við fjölmiðla ytra að Vlaar fullkomin viðbót við lið Souhampton.

„Þetta er mjög mikil óvirðing að tala svona um leikmenn annarra liða. Þetta er ekki réttlátt. Ef hann hefði hringt í mig og rætt þetta hefði það verið skárra en það var mjög pirrandi að sjá hann fara með þetta í fjölmiðlana. Þetta hafði sem betur fer engin áhrif á Ron sem lék frábærlega um helgina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×