Lífið

Patricia Arquette stýrði valdeflandi en vandræðalegu víkingaklappi hjá SÞ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arquette og Wambach gerðu sitt besta.
Arquette og Wambach gerðu sitt besta.
Nú stendur yfir árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (Commission on the Status of Women) sem fram fer í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 13.-24. mars.

Meginþema kvennanefndarfundarins er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á fundi norrænu ráðherranna var rætt um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði og árangur af sértækum aðgerðum til að efla stöðu og hlut kvenna.

Leikkonan Patricia Arquette og knattspyrnukonan Abby Wambach stjórnuðu víkingaklappi á fundinum í dag og var atriðið vægast sagt vandræðalegt en og margir hafa talað um á Twitter í dag.

Hér að neðan má horfa á myndband sem birtist á Twitter-síðu hjá Axel Helga Ívarssyni og þar sést vel hversu hræðilegt klappið var í raun og veru. Dæmi hver fyrir sig. Hér að neðan má horfa á allan fundinn í dag en atvikið sem um ræðir hefst þegar 2:08:00 er liðnar af myndbandinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×