Handbolti

Patrekur og Guðmundur mætast í umspilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur og Guðmundur mætast í vor.
Patrekur og Guðmundur mætast í vor. Vísir/AFP/Getty
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta fengu erfitt verkefni þegar dregið var í umspil HM 2017 í Frakklandi.

Austurríki, sem var í neðri styrkleikaflokki, þarf að leika gegn sterku liði Danmerkur sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar.

Danir eru enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Póllandi en eftir góða byrjun á mótinu urðu þeir að sætta sig við sjötta sætið. Danmörk er til að mynda eina liðið sem hefur unnið Spánverja á mótinu til þessa.

Spánn mætir Þýskalandi í úrslitaleik EM síðar í dag.

Austurríki komst ekki á EM í Póllandi en náði þrettánda sæti á HM í Katar í fyrra og ellefta sæti á EM í Danmörku fyrir  tveimur árum. Í bæði skiptin lék liðið undir stjórn Patreks.

Leikirnir í umspilinu fara fram í júní en þá mun Ísland leika gegn Portúgal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×