Innlent

Passíusálmarnir lesnir víða um land

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Píslarsagan og Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesin í kirkjum um land allt í dag. Sálmarnir voru víða lesnir í heild sinni, svo sem í Hallgrímskirkju í Reykjavík og Kirkjuselinu í Fellabæ.

Í Hafnarfjarðarkirkju voru Passíusálmarnir sungnir við upprunaleg lög og í Grafarvogskirkju fluttu Megas, Magga Stína og félagar síðasta hluta Passíusálmanna. Þá verða guðsþjónustur og helgistundir víða um land. Hægt er að sjá dagskrána hér.

Hér að neðan má sjá myndir af Hólskirkju í Bolungarvík þar sem Pálmi Gestsson leikari las Passíusálmana fyrir áheyrendur, en töluverður fjöldi mætti til að hlíða á upplesturinn. Upplesturinn er árviss hjá Pálma en hann hefur lesið Passíusálmana í nokkur ár á föstudaginn langa.

vísir/hafþór
Hólskirkja í Bolungarvík.vísir/hafþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×