Innlent

Páskaeggjamót Bónus fór fram á Grænlandi við mikinn fögnuð

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Keppendur voru einbeittir
Keppendur voru einbeittir
Mikil gleði ríkir í Ittoqqortoormiit í Grænlandi þar sem páskaeggjamót Bónus fór fram á dögunum.

Hrafn Jökulsson meðlimur skákfélagsins Hrókurinn var staddur á mótinu og hann sagði að stórbrotin náttúra Grænlands hafi ekki boðið Íslendingunum upp á neitt hálfkák.

Mikið snjóaði á keppendur og í raun svo mikið á húsið þar sem skákfélagar í Hróknum komust um tíma ekki út úr húsinu því það hafði snjóað svo mikið á hurðina.

Þrátt fyrir veður mættu rúmlega fjörtíu veðurbarin ungmenni á mótið.



Að sögn Hrafns voru margar skemmtilegar skákir telfdar og ljóst að skákin hefur náð fótfestu í Grænlandi.

Allir þátttakendur voru leystir út með páskaeggjum í boði Bónus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×