Erlent

Park sakfelld á ný

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Park Geun-hye var leidd fyrir dómara í morgunn.
Park Geun-hye var leidd fyrir dómara í morgunn. Vísir/Getty
Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, hefur hlotið átta ára dóm fyrir spillingu. Dómurinn bætist ofan á 24 ára dóm sem hún afplánar nú þegar. Dómstóll í Seoul dæmdi Park til sex ára fangelsis fyrir að draga að sér fé frá leyniþjónustu landsins og tvö ár fyrir afskipti af kosningum.

Saksóknari hafði krafist 15 ára fangelsisrefsingar fyrir brotin. Park var áður dæmd í Apríl fyrir að misnota vald sitt á meðan hún gegndi embætti forseta. Park var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Suður-Kóreu en hún var handtekin í mars á síðasta ári grunuð um margvísleg brot í embætti.

Milljónir Suður-Kóreumanna mótmæltu á götum úti þegar fregnir fóru að berast af framferði forsetans. Ákvað því stjórnlagadómstóll landsins að setja hana af og var hún að lokum ákærð í 18 liðum.

Park neitaði að mæta í dómsal og hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Hún sagði að réttarhöldin yfir sér væru runnin af pólitískum rótum og sagði að dóms- og ákæruvaldið væru haldin fordómum gegn henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×