Innlent

París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.
Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.
Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær frábæra dóma eftir heimsfrumsýningu á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær. Gagnrýnandi telur myndina líklega til að hljóta aðalverðlaun hátíðarinnar.

París Norðursins var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni á Karlovy Vary í Tékklandi í gærkvöldi, en hátíðin er sögð vera virtasta kvikmyndahátíðin í austur Evrópu.  Gagnrýnandi kvikmyndavefsins Screen Daily lýsir mikilli hrifningu á þessarri annarri kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd. Hann segir Hafstein Gunnar einn af bestu leikstjórum ungu kynslóðarinnar í Evrópu. Mynd hans sé afhjúpandi, skemmtileg og vitsmunaleg.

Fyrri kvikmynd Hafsteins Gunnars í fullri lengd, Á annan veg, fékk einnig góðar viðtökur og var nýlega endurgerð í Bandaríkjunum undir heitinu Prince Avalanche með stórleikurunum Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum.

Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins sem fjallar um samband feðga í litlu þorpi á Vestfjörðum, þar sem ýmislegt fer úr skorðum í lífi aðalsöguhetjunnar.

Gagnrýnandi Screen Daily segir myndina hljóta að koma til greina til aðalverðlauna kvikmyndahátíðarinnar í Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×