Bíó og sjónvarp

París norðursins á festival-rúnt

Hafsteinn Gunnar.
Hafsteinn Gunnar. Visir/gva
París norðursins hefur vakið mikla lukku hér á landi, en nú er fyrirhugaður svokallaður festival-rúntur í kjölfarið.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á kvikmyndahátíðinni í Chicago um miðjan næsta mánuð. Þar er myndin í keppni og verður Huldar Breiðfjörð handritshöfundur viðstaddur sýningarnar, þar sem Hafsteinn Gunnar leikstjóri á von á sínu fyrsta barni. Þá er myndin í keppni á kvikmyndahátíðinni í Vancouver.

Myndin verður svo sýnd í lok mánaðar á kvikmyndahátíðinni í Bergen. Síðan eru frekari ferðalög með myndina á döfinni, meðal annars til Tyrklands, Brasilíu, Þýskalands, Frakklands, Litháens og Bretlands.

Hafsteinn Gunnar og leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir á forsýningu París norðursons í byrjun september.visir/valli
Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur París norðursins og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.visir/stefán

Tengdar fréttir

Leikstjórinn sat á gólfinu

Kvikmyndin París norðursins var forsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en myndin er frumsýnd í dag.

Stærsta frumsýningin framundan

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, kvikmyndaleikstjóri, og Valgerður Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, eru önnum kafið fólk. Hafsteinn frumsýndi París norðursins í gærkvöldi og Valgerður sýndi tvö frumsamin dansverk á árinu og dansar nú í því þriðja í Borgarleikhúsinu. Stærsti viðburður ársins verður þó eftir sex vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×