Erlent

Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglustjóri San Bernardino, Jarrod Burguan, ræðir við fjölmiðlamenn nærri vettvangi árásarinnar.
Lögreglustjóri San Bernardino, Jarrod Burguan, ræðir við fjölmiðlamenn nærri vettvangi árásarinnar. Vísir/EPA
Parið sem skaut fjórtán manns til bana og særði 21 í SanBernardino í Kaliforníu í gær voru með vopnabúr á heimili sínu, að sögn lögreglu.

Lögreglan fann efni og tól til sprengjugerðar, vopn og gífurlegt magn skotfærum við húsleit á heimili SyedRizwanFarook og TshfeenMalik í dag. Lögreglan sagði þennan fund gefa til kynna að parið hefði haft aðra árás í huga.

„Það var greinilega eitthvað í bígerð. Við vitum það núna. Við vitum ekki af hverju. Við vitum ekki hvort staðurinn sem þau völdu til að ráðast á hafi verið fyrir fram ákveðinn eða hvort eitthvað hafi komið fyrir sem varð þess valdandi að þau réðust til atlögu svo skyndilega,“ sagði David Bowdich, aðstoðarforstjóri skrifstofu bandarísku alríkislögreglunnar FBI í Los Angeles.

Í átökum við lögreglu hleypti parið 76 skotum á lögreglu og svaraði lögreglan með því að hleypa af 380 skotum. Parið féll í átökum við lögreglu.

Tveir lögreglumenn særðust í átökum við parið, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsinsBBC af málinu.

Forseti Bandaríkjanna, BarackObama, útilokaði ekki að um árásin væri hryðjuverkatengd en sagði að einnig væri mögulegt að hún væri tengd deilum á vinnustað.

Bandaríska alríkislögreglan hefur beðið fólk um að halda ró sinni og bíða eftir niðurstöðu rannsóknarinnar áður en það færi að draga ályktanir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×