Enski boltinn

Pardew: Áttum að fá meira út úr þessu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stjórarnir að kalla skipanir
Stjórarnir að kalla skipanir vísir/getty
Alan Pardew knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle segir lið sitt hafa átt meira en eitt stig skilið þegar Newcastle og Aston Villa skildu jöfn í Birmingham fyrr í dag.

Það voru ekki mörg færi í leiknum en Newcastle fékk bestu færi leiksins í seinni hálfleik en Brad Guzan stóð fyrir sínu í marki Aston Villa.

„Já ég held það,“ sagði Pardew aðspurður hvort Newcastle hafi gert nóg til að vinna leikinn.

„Mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum mikið betri en fundum ekki augnablikið.

„Þegar þú færð marga nýja sóknarmenn sem vilja allir gera vel. Þú gast séð á Remy (Cabella) að hann var að reyna of mikið til að skapa augnablikið. Þú getur ekki gert það í fótbolta, augnablikið þarf að koma til þín.

„Ég er ánægður með liðið. Það er góður kjarni í liðinu. Við vitum að við þurfum að ógna með mörkum því það mun tryggja okkur sigra. Það var margt jákvætt í okkar leik en við höfum ekki enn skorað og það liggur á okkur,“ sagði Pardew.

Paul Lambert stjóri Aston Villa er ánægður með byrjunina á tímabilinu. Liðið hefur haldið hreinu í báðum leikjum sínum og er með fjögur stig.

„Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik. Við fengum góð færi. Við vorum aðeins betri í fyrri hálfleik en Newcastle fékk færi undir lokin,“ sagði Paul Lambert eftir leikinn.

„Þetta er leikur sem við hefðum tapað á síðustu leiktíð. Að halda hreinu í tveimur leikjum og fá fjögur stig, það er frábær byrjun fyrir okkur.

„Það afskrifuðu okkur margir fyrir tímabilið en við höfum leikið vel og getum vonandi byggt á því,“ sagði Lambert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×