Erlent

Pappírslausir skólar í S-Kóreu

Námsbækur
Námsbækur
Suður-KóreaSkólayfirvöld í Suður-Kóreu hafa ákveðið að allir skólar landsins verði pappírslausir árið 2015. Þá eiga nemendur að lesa allar námsbækur í lestölvum að undanskildum þeim yngstu sem í byrjun fá að lesa bæði bækur úr pappír og bækur í lestölvu.

Í Svíþjóð geta sveitarfélög nú þegar tekið ákvörðun um hvort námsbækurnar verði allar lesnar í lestölvu. Eina hindrunin er sú að námsbækurnar hafa ekki verið gefnar út í rafrænu formi, að því er Anders Andrén, blaðafulltrúi hjá sænska menntamálaráðuneytinu, greinir frá. - ibs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×