Handbolti

Pappa-Pétur Jóhann var með Eyjamönnum í stúkunni

Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar
Pappa-Pétur hress og kátur í ÍBV-treyju.
Pappa-Pétur hress og kátur í ÍBV-treyju. vísir/þórdís
ÍBV varð bikarmeistari í handbolta í dag með eins marks sigri á FH, 23-22, í spennandi úrslitaleik. Þar með er 24 ára eyðimerkurgöngu ÍBV lokið í bikarnum, en það hafði síðast unnið bikarinn árið 1991.

Eftir undanúrslitaleikinn í gær bauð Herjólfur frítt fyrir alla frá Eyjum í dag og það skilaði sér. Stúkan Eyjamegin var stappfull og stuðningsmannasveit liðsins gjörsamlega átti Höllina. Hún var byrjuð að syngja klukkutíma fyrir leik.

Einhverjir úr stuðningsmannasveitinni gerðu sér ferð fyrir leikinn í Hagkaup og tóku með sér pappastyttu af grínaranum Pétri Jóhanni Sigfússyni. Hann var mættur í stúkuna með Eyjamönnum og auðvitað klæddur í ÍBV-treyju.

ÍBV er nú ríkjandi Íslands- og bikarmeistari, en það vann Hauka, 3-2, í ótrúlegri úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Pappa-Pétur og Eyjamennirnir vel hressir.vísir/þórdís
vísir/þórdís
vísir/þórdís

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×