Erlent

Pamela rökræddi í Færeyjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/SKJÁSKOT
Fyrrum strandvörðurinn Pamela Anderson er nú stödd í Færeyjum til að taka þátt í mótmælaaðgerðum Sea Shepherd-samtakanna gegn grindhvaladrápi Færeyinga.

Við komuna til eyjanna átti hún samtal við þarlenda fjölmiðlamenn og rökræddi við þá um það sem hún kallaði óðslega aðför grindhvalveiðimanna en Anderson hefur lengi verið hávær dýrverndunarsinni sem talsmaður PETA-samtakana.

Myndbandið birtist á vef færeyska fréttamiðilsins Aktuelt og má nálgast hér að neðan en hægt var að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu á vefsíðu Sea Shepherd.

Rökræður Pamelu hjá Aktuelt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×