Golf

Palmer, Player og Nicklaus hófu Mastersmótið formlega í morgun

Það fór vel á með þeim félögum í morgun.
Það fór vel á með þeim félögum í morgun. Getty
Það hefur ekki farið framhjá neinum áhugamönnum og golfíþróttina að Mastersmótið er á dagskrá nú um helgina en í morgun hófst þetta magnaða golfmót fyrir alvöru.

Það voru goðsagnirnar Arnold Palmer, Gary Player og Jack Nicklaus sem fengu þann heiður að hefja leik og taka fyrstu höggin í mótinu án þess þó að vera meðal þátttakenda.

Aðstæður á Augusta National eru mjög góðar en lítill vindur og sólríkt veður leikur við kylfinga á fyrsta hring.

Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman hefur byrjað best af öllum en þegar þetta er skrifað leiðir hann mótið á tveimur höggum undir pari eftir að hafa leikið níu holur.

Golfstöðin mun sýna frá Masters alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 19:00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×