Íslenski boltinn

Páll Viðar tekur við 3. deildarliði Völsungs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Viðar Gíslason.
Páll Viðar Gíslason. Vísir/Stefán
Páll Viðar Gíslason, fyrrum þjálfari Þórsara í fótboltanum, er búinn að finna sér nýtt þjálfarastarf en hann er tekinn við 3. deildarliði Völsungs samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365.

Ragnar Hauksson hætti óvænt með lið Völsungs á dögunum þrátt fyrir að báðir aðilar hafi áður komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf en Ragnar hætti af persónulegum ástæðum. Páll Viðar tekur því við starfi hans.

Þórsliðið féll úr Pepsi-deildinni í sumar en Páll Viðar var búinn að þjálfa Akureyrarliðið frá árinu 2010. Hann hætti með liðið strax eftir mótið og Halldór Jón Sigurðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, tók við.

Völsungur féll úr 2. deildinni í sumar, aðeins ári eftir að liðið spilaði í 1. deildinni. Völsungar spila því í 3. deildinni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×