Íslenski boltinn

Páll í Víking | Davíð áfram hjá Breiðabliki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafi Þórðarsyni og Víkingum hefur borið liðsstyrkur.
Ólafi Þórðarsyni og Víkingum hefur borið liðsstyrkur. Vísir/Daníel
Breiðablik hefur lánað kantmanninn Pál Olgeir Þorsteinsson í Víking R. út tímabilið.

Páll þekkir ágætlega til í Fossvoginum, en hann lék sem lánsmaður með Víkingi í 1. deildinni seinni hluta tímabilsins í fyrra.

Páll hefur leikið 11 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild. Hann á einnig 13 leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands og fimm leiki með U-19 ára landsliðinu.

Þá hefur Davíð Kristján Ólafsson, jafnaldri Páls, skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik.

Davíð hefur leikið fimm leiki fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni í sumar og skorað eitt mark.

Hann hefur leikið fimm leiki með U-19 ára landsliði Íslands.

Greint var frá þessu á stuðningsmannasíðu Breiðabliks, blikar.is


Tengdar fréttir

Blikar eiga sex stráka í 17 ára landsliðinu

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari 17 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM sem fram fer í Skotlandi 20. til 25. mars næstkomandi. Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru auk heimamanna, Danir og Litháar en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×