Körfubolti

Páll Axel framlengdi við Skallagrím

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Páll Axel verður klár í slaginn í vetur.
Páll Axel verður klár í slaginn í vetur. Vísir/Vilhelm
Páll Axel Vilbergsson endurnýjaði á dögunum samning sinn við úrvalsdeildarlið Skallagríms en Páll Axel hefur verið burðarásin í liði Skallagrímsmanna síðustu tvö leiktímabil í Dominos deild karla.

Páll Axel sem varð 36 ára fyrr á árinu var með 22,2 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 7,2 fráköst á síðasta tímabili. Bætti hann metið á síðasta tímabili yfir flestar þriggja stiga körfur frá upphafi í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Páll hefur hampað Íslands- og bikarmeistaratitlunum oftar en einu sinni með liði Grindvíkinga sem hann lék lengstum af með á ferlinum en Grindavík er uppeldisfélag hans. Þá á Páll Axel að baki um 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Páll Axel verður því klár í slaginn með fjórða tímabilið í röð en samningur Páls Axels við Skallagrím gildir svo lengi sem hann spilar körfubolta í úrvalsdeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×