Innlent

Pakki með amfetamíni sendur í strætó til konu í Heimaey

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enginn í vagninum tengist pakkanum.
Enginn í vagninum tengist pakkanum. Vísir/GVA
Lögreglumenn á Hvolsvelli fundu fíkniefni í strætó á leið í Landeyjahöfn um hvítasunnuhelgina. um var að ræða pakka með krukku af hvítu dufti, um 30 grömm, sem talið er að sé amfetamín.

Upplýsingum var komið til lögreglu að fíkniefni væru að finna í vagninum. Þar var hins vegar enginn sem tengdist málinu. Við nánari rannsókn kom í ljós að pakkinn var ætlaður konu í Vestmannaeyjum.

Efnið verður rannsakað nánar og málið sömuleiðis með tilliti til þess að það hafi verið ætlað til sölu.

Lögreglan á Suðurlandi stóð í ýmsu um helgina eins og sjá má í samantektinni að neðan.

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi helgina 22. til 25. maí 2015. Um hvítusunnuhelgina bárust lögreglu...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Tuesday, May 26, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×