Innlent

Pajero-jeppi Benna Ólsara gjörónýtur eftir íkveikju

Bjarki Ármannsson skrifar
Benjamín Þór Þorgrímsson, betur þekktur sem Benni Ólsari.
Benjamín Þór Þorgrímsson, betur þekktur sem Benni Ólsari. Vísir/Vilhelm
Kveikt var í Pajero-jeppa einkaþjálfarans Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem betur er þekktur undir nafninu Benni Ólsari, síðastliðið sunnudagskvöld. Bíllinn er gjörónýtur.

Greint er frá þessu í DV í dag en þar er haft eftir Benjamín að hann vilji ekki draga neinar ályktanir varðandi það hvort íkveikjan tengist hrottalegri líkamsárás sem hann varð fyrir í desember. Þar réðust fimm hettuklæddir menn að Benjamín og börðu hann með kylfum.

„Þetta er nokkurra milljóna króna tjón,“ segir Benjamín í samtali við DV. „Ég bíð bara rólegur og læt lögregluna um að rannsaka málið. Það er rétti farvegurinn fyrir svona mál.“


Tengdar fréttir

Benni Ólsari tjáir sig um árásina

"Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja,“ segir Benni Ólsari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×