Erlent

Páfinn: Skárra að vera trúleysingi en kaþólskur hræsnari

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frans páfi var harðorður í garð kaþólskra hræsnara.
Frans páfi var harðorður í garð kaþólskra hræsnara. Vísir/EPA
Frans páfi var gagnrýninn á þá sem lifa lífi blekkinga í messu í Sixtínsku kapellunni sem fram fór í dag. Þar sagði hann að það væri skárra að vera trúleysingi heldur einn þeirra „fjölmörgu“ kaþólikka sem hann segir að lifi tvöföldu lífi. Reuters greinir frá. 

Í ræðu sinni sagði páfinn að sér þætti slíkir kaþólikkar vera hræsnarar og var augljóst að páfinn hafði sterkar skoðanir á trúfélögum sínum.

„Það er hneyksli að segja eitt og gera annað. Það er tvöfalt líf.“

„Sumir segja um sjálfa sig: „Ég er rosalega kaþólskur, ég fer alltaf í messu, ég tilheyri þessum söfnuði og þessari hreyfingu“ og svo framvegis.“

Hann sagði að mikið af fólki sem talar með þessum hætti, ætti í raun að bæta í og segja allan sannleikann um það hver þau raunverulega eru.

„Líf mitt er í alvöru ekki kristið, vegna þess að ég borga starfsmönnum mínum ekki mannsæmandi laun, ég misnota mér fólk, ég misnota mér aðstöðu mína, ég stunda óheiðarleg viðskipti, ég stunda peningaþvott og ég lifi í raun tvöföldu lífi.“

„Það eru margir kaþólikkar sem eru svona og þeir eru hneyksli. Hversu oft höfum við ekki heyrt sagt um þetta fólk: „Ef þessi manneskja er kaþólikki, þá held ég að það sé betra að vera trúleysingi.“

Páfinn hefur þótt einkar frjálslyndur, allt frá því að hann tók við embætti árið 2013 og hefur hann verið ötull talsmaður þess að fólk lifi á þann veg sem trúin boðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×