FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Paddy Lowe kominn til Williams sem tćknistjóri og hluthafi

 
Formúla 1
07:00 17. MARS 2017
Williams liđiđ bindur miklar vonir viđ Paddy Lowe.
Williams liđiđ bindur miklar vonir viđ Paddy Lowe. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu.

Lowe var settur í svokallað garðyrkjufrí í jarnúar hjá Mercedes eftir að hann ákvað að fara til Williams liðsins. Hann hefur nú hafið störf hjá Williams.

Claire Williams, liðsstjóri Williams segir að koma Lowe til liðsins sé líkleg til að breyta straumum og stefnum innan liðsins.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Williams, það var mitt fyrsta lið í Formúlu 1,“ sagði Lowe, hann vann hjá liðinu á árunum 187-1993.

„Ég er glaður að sjá að liðið er að bjóða Paddy velkominn aftur til Williams,“ sagði Claire Williams.

„Markmiðin okkar hjá Williams hafa ekkert breyst, við viljum vinna keppnir og titla, til að gera það þá verðum við að vera með besta fólkið í bransanum. Í Paddy fáum við leiðtoga sem getur leitt okkur í gegnum breytingar. Þetta er stefnubreyting fyrir okkur og við erum afar spennt fyrir framtíð liðsins“ sagði Williams að lokum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Paddy Lowe kominn til Williams sem tćknistjóri og hluthafi
Fara efst