FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 23:31

Ráđherrann sem reyndi ađ bjarga lögreglumanninum heiđrađur

FRÉTTIR

Pabbinn Guđjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi

 
Sport
10:30 05. JANÚAR 2016
Pabbinn Guđjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi
VÍSIR/GETTY/STEFÁN/ERNIR

Fréttir af bardögum í UFC og þá helst myndbönd af þeim voru níu af 20 vinsælustu íþróttafréttunum á Vísi árið 2015.

Gunnar Nelson var að vanda mjög vinsæll en Íslendingar virðast einnig hafa tekið miklu ástfóstri við írska Íslandsvininn Conor McGregor og hina bandarísku Rondu Rousey.

Vinsælasta fréttin á íþróttavef Vísis 2015 var þó viðtal við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða karlalandsliðsins í handbolta, sem tekið var rétt fyrir HM í Katar 15. janúar.

Fyrirliðinn tók ekki þátt í undirbúningsmóti íslenska liðsins fyrir heimsmeistaramótið þar sem sonur hans lá veikur á spítala.

„Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta,“ sagði Guðjón Valur.

Viðtalið við Guðjón Val var ein af fimm fréttum frá Katar á síðasta ári sem komst á topp 20 listann en mikill áhugi var fyrir mótinu miðað við lestur.

Efsta fótboltafréttin var frásögn Lars Lagerbäcks, landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, af því hver átti raunverulega hugmyndina að fá hann til Íslands en miklar vangaveltur voru um það á árinu.

Ein körfuboltafrétt læddist inn á topp 20 en það var bein textalýsing frá oddaleik KR og Njarðvíkur í undanúrslitum Dominos-deildar karla en það var vafalítið besti leikur síðasta tímabils.

Hér að neðan má sjá 20 vinsælustu íþróttafréttir Vísis árið 2015:

1. Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti
2. Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch
3. Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum
4. Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands
5. Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast
6. Eru Egyptar að tapa viljandi?
7. Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons
8. Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari
9. Strákarnir okkar í munntóbakinu fyrir leik
10. Gunnar: Ég var lélegur
11. Búið að ákveða úrslitin fyrir leik
12. Í beinni: Gunnar og Conor á stóra sviðinu
13. Í beinni: KR - Njarðvík | Allt undir í Vesturbænum
14. Ásgeir um rifrildið við Björgvin: Á ekki að gerast
15. Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson
16. Sjáðu fyrsta tap Rondu 
17. Óvíst með þátttöku Björgvins gegn Dönum
18. Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli
19. Fékk bréf frá eiginkonu mannsins sem hún kyssti í Boston-maraþoninu
20. Ronda rotaði Correia eftir 34 sekúndur | Myndband


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Pabbinn Guđjón Valur mest lesinn á Vísi 2015 | MMA mjög áberandi
Fara efst