FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Pabbi Ball vill 112 milljarđa skósamning fyrir synina ţrjá

 
Körfubolti
08:00 15. MARS 2017
Lonzo Ball.
Lonzo Ball. VÍSIR/GETTY

LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm.

LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna.

Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess.

„Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today.

Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum.

Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna.

LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni.

LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand.

Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu.

Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020.

Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Pabbi Ball vill 112 milljarđa skósamning fyrir synina ţrjá
Fara efst