Víglínan

Víglínan

Þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2 þar sem fjallað er um það helsta sem er í umræðunni hverju sinni.

Fréttamynd

Segir Guðna hafa brugðist

Forseti Íslands brást þjóðinni með því að staðfesta lög frá Alþingi sem tengdust þriðja orkupakkanum að mati forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn og áskorandinn í Víglínunni

Í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins fær sitjandi forseti mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt. Guðmundur Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasali og hótelstjóri freistar þess að fella Guðna Th. Jóhannesson úr embætti.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja

„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni

Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Co­vid-göngu­deildina hafa skipt miklu máli

„Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“

Innlent
Fréttamynd

Einangrun fanga eykst vegna faraldursins

Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra og geðheilbrigði fanga í Víglínunni

Forsætisráðherra segir algerlega nauðsynlegt að hafa Alþingi með í ráðum við þær aðstæður sem nú ríki þótt það sé í hægagangi þessar vikurnar vegna kórónufaraldursins. Ný stofnsett geðheilbrigisþjónusta við fanga tekst á við vandamál þeirra við erfiðar aðstæður þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum

„Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“

Innlent
Fréttamynd

Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar.

Innlent
Fréttamynd

Kórónu­veiran í brenni­depli í Víg­línunni

Kórónuveirufaraldurinn er þegar farin að hafa þónokkur áhrif á samfélagið og raunar heimsbyggðina alla. Í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um aðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar og þær áskoranir sem blasa við.

Innlent