Tómas Þór Þórðarson

Tómas Þór Þórðarson

Skoðanagreinar eftir Tómas Þór úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Syndaferðir með fagmönnum

Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir.

Bakþankar
Fréttamynd

Þörf á pólitískri leikgreiningu

Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið.

Bakþankar
Fréttamynd

Kosningar og kartöfluskortur

Maður tekur alls konar ákvarðanir í þessu lífi. Sumar eru góðar, sumar eru slæmar og sumar eru hvort tveggja. Fyrir mánuði síðan missti ég eiginlega út úr mér við konuna að ég ætlaði ekki að borða kolvetni fram að jólum. Í einhverri þrjósku ákvað ég svo að viðhalda því og hef ég því ekki látið mér til munns neitt sem inniheldur þann draum sem kolvetni eru.

Bakþankar
Fréttamynd

Gangandi gjaldmiðill í flíspeysu

Ég elska túrista. Svo framarlega sem ég lendi ekki fyrir aftan þá í bíl úti á landi þar sem þeir nauðhemla við hvert einasta ský sem lítur út eins og fugl eða öfugt þá elska ég þá. Ég elska að rölta niður Laugaveginn og sjá þessar gangandi evrur og dollara í flíspeysunum sínum

Bakþankar
Fréttamynd

Brosið borgaði sig ekki

Það er ekkert lítið gaman að fara út að borða í Reykjavík þessi misserin þar sem búið er að breyta og innrétta nánast hvert einasta rými í miðborginni sem lúxus veitingastað. Fólk getur til dæmis ekki lengur tekið strætó á Hlemmi án þess að bakka ofan í humarsúpu.

Bakþankar
Fréttamynd

Geri þetta bara á morgun

Ég sló garðinn í fyrradag. Ykkur er alveg frjálst að standa upp frá morgunkorninu og klappa augnablik áður en lestri er haldið áfram. Þetta tók sinn tíma að gerast enda hef ég verið haldinn ævintýralegri frestunaráráttu í mörg ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Rússíbanareið í nýja berjamó

Eftir þrjár mislukkaðar tilraunir til að fara í Costco tókst það loksins á þriðjudaginn. Ég er týpan sem bíð í röð og þurfti því tvisvar að taka vinkilbeygju út af bílaplaninu þegar ég mætti og reyndi að skrá mig til leiks. Með spánnýtt plastkort með mynd af mér þaut ég af stað inn í þennan nýja verslunar- og menningarheim. Og þvílík upplifun. Mig langaði aldrei að fara heim.

Bakþankar
Fréttamynd

Gamall vinur kvaddur

Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita.

Bakþankar
Fréttamynd

Laugardagur í lamasessi

Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við.

Bakþankar
Fréttamynd

Háværara tuð með hækkandi sól

Í dag er góður dagur. Fótbolta­sumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október.

Bakþankar
Fréttamynd

Fífill og fjall á 5.000 kall

Það eru ekki nema fimm ár síðan íslensk leikkona þóttist vera útlensk að njóta lífsins á Íslandi undir dillandi tónum Emilíu Torrini í Inspired by Iceland-myndbandinu fræga. Takmarkið var að auka ferðamannastrauminn og það tókst þó myndbandinu sé ekki einu að þakka.

Bakþankar
Fréttamynd

Lalli verður aftur Lagerbäck

Það var erfitt að sætta sig við það, að Lars Lagerbäck myndi hætta að þjálfa íslenska landsliðið í fótbolta eftir Evrópumótið síðasta sumar. Maður vissi samt að hann skildi eftir sig gott bú og var með eftirmann í Heimi Hallgrímssyni

Bakþankar
Fréttamynd

Hættulegur hvíslleikur

Íslenska þjóðin er ein stór fjölskylda. Við rífumst innbyrðis en þegar einhver gerir eitthvað á okkar hlut rísum við upp á afturlappirnar, sameinuð, og verjum okkur með kjafti og klóm.

Bakþankar
Fréttamynd

Gleðileg tuðarajól

Sælla er að gefa en þiggja var einhvern tíma sagt. Undir þeim formerkjum hefði maður haldið að gaman væri að fara og kaupa eitthvað fallegt sem þú gefur svo öðrum og bíður spenntur eftir brosinu á andliti viðkomandi. Það virðist þó ekki vera alveg satt ef marka má stemninguna á jólagjafarúnti Íslendinga.

Bakþankar
Fréttamynd

Netsverðin brýnd

Jólalagið mitt er Here we go með Stakka BO. Fyrsta setning lagsins: "Here we go again“, á svo vel við þegar þessi mánuður gengur í garð. Af hverju? Jú, þá hefst á ný umræðan um íþróttamann ársins.

Bakþankar
Fréttamynd

Virðing á velli

Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum

Bakþankar
Fréttamynd

Nú þurfum við fótboltaeldgos

Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

Bakþankar
Fréttamynd

MVP á Alþingi

Í bandarískum íþróttum er aldrei talað um besta leikmann hverrar deildar heldur þann mikilvægasta, eða MVP (e. Most valuable player). Auðvitað er alltaf um að ræða einn besta leikmanninn ef ekki þann besta í viðkomandi íþrótt en pælingin er meira hversu mikilvægur hann er liðinu

Bakþankar
Sjá meira