Þorbjörn Þórðarson

Þorbjörn Þórðarson

Skoðanagreinar eftir Þorbjörn Þórðarson úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Meira hugrekki

"Það er ekkert til sem heitir samfélag. Aðeins einstaklingar, karlar og konur og fjölskyldur þeirra.“ Þessi fleygu orð Margrétar Thatcher vöktu gríðarlega athygli og umtal árið 1987 og sundruðu nær bresku samfélagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miðjan horfin

Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga er ljóst að mikill mannauður yfirgefur þingið eftir 28. október enda eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kvíðakynslóðin

Rannsóknir á áhrifum snjallsímanotkunar hafa leitt í ljós tengsl á milli aukins kvíða hjá börnum og ungmennum og notkunar snjallsíma, ekki síst vegna samfélagsmiðla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að kjósa þenslu

Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga?

Skoðun
Fréttamynd

Heilræði Guðna

Stjórnmálamenn þurfa að kyngja stoltinu og kjósendur einnig ef tryggja á stöðugt stjórnarfar hér á landi sem er orðið löngu tímabært.

Fastir pennar
Fréttamynd

Löglegt skutl

Á sama tíma og leigubílum fjölgar ekkert blómstrar svört atvinnustarfsemi á internetinu þar sem fólk bæði óskar eftir bílum og býður þjónustu gegn greiðslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krataákallið

Í kosningabaráttunni fram undan er leikurinn fyrir fram ójafn enda hafa smáflokkar og nýstofnaðir flokkar ekki sömu innviði og rótgróin stjórnmálaöfl til að undirbúa sig. Í galopinni stöðu styrkir það Sjálfstæðisflokkinn að sósíaldemókratar hafa sem fyrr tvístrast út um allt á leiksviði stjórnmálanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgðarleysi

Smáflokkar eins og Björt framtíð og Viðreisn verða aldrei langlífir í stjórnmálum ef þeir ætla að láta vindátt í netheimum eða þjóðmálaumræðu dagsins hrikta í stoðum sínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrg stefna

Ábyrg stefna í ríkisfjármálum er mikilvægasta velferðarmálið. Því ef skuldastaða ríkisins er vond er vaxtabyrðin þung og því minna svigrúm til útgjalda til brýnna velferðarmála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjartur lifir

Ef lögmál framboðs og eftirspurnar gilti um sauðfjárrækt hér á landi sætu bændur ekki uppi með tvö þúsund tonna birgðir af kindakjöti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegn hnignun

Miðað við þá erfiðleika sem fyrstu kynslóðir Íslendinga bjuggu við og það vonleysi sem blasti við þeim vegna náttúruvár og ýmissa áfalla er merkilegt að hér á landi hafi byggst upp og þrifist samfélag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að misþyrma tungumálinu

Þegar ákveðnar starfsstéttir nota tiltekin orð í opinberri útgáfu sem eru aðeins notuð af fulltrúum stéttarinnar eru þær í reynd að ýta undir menningarlegan ójöfnuð með því að styrkja eigin stöðu og skapa um leið gjá milli sín og almennings.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvær þjóðir

Yfirleitt er rætt um ójöfnuð í sambandi við tekjur, tækifæri og stöðu mismunandi hópa en ójöfnuður á sér margar birtingarmyndir. Auk efnahagslegs ójöfnuðar má nefna félagslegan og menningarlegan ójöfnuð og allt það í samfélaginu sem skapar hindranir eða girðingar á milli ólíkra þjóðfélagshópa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vafin í bómull

Fulltrúar þeirra kynslóða sem fæddust um og eftir seinna stríð og stunduðu íþróttir segja hendingu hafa ráðið því að foreldrar mættu á kappleiki til að styðja börn sín til dáða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Út úr kú

Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þagað um mengun

Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sala bankanna

Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegn einsleitni

Flestir sem tilheyra svokallaðri viðskiptaelítu á höfuðborgarsvæðinu eru búsettir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ samkvæmt úttekt fjögurra íslenskra fræðimanna við Háskóla Íslands sem birtist í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég samfélagið

Tölfræðileg gögn og niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að manneskjan verður sjálfhverfari og sjálfmiðaðri með tímanum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Déjà vu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að íslensk stjórnvöld ættu að setja það í algjöran forgang að efla eftirlit með bankakerfinu. Sjóðurinn hefur áréttað þriggja ára gamla gagnrýni sína um að Fjármálaeftirlitið (FME) sé bitlaus stofnun og skorti sjálfstæði.

Fastir pennar
Sjá meira