Saga til næsta bæjar

Saga til næsta bæjar

Stefán Pálsson skrifar um málefni líðandi stundar og málefni löngu liðinna stunda.

Fréttamynd

Nýtt danskt heimsveldi

Á Íslandi sá Råvad fyrir sér mikil tækifæri í landbúnaði, sjávarútvegi og orkuvinnslu. Hann hafði hins vegar þungar áhyggjur af því að Danir svæfu á verðinum og leyfðu erlendum ríkjum að seilast til sífellt meiri áhrifa á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Frá risaturnum til torfbæja

Farþegarnir setjast um borð í lestarvagninn sem rennur rólega af stað. Leiðin liggur upp í mót með skrúfgangi upp í 200 metra hæð. Ferðalagið tekur tuttugu mínútur, en allir kæra sig kollótta um það enda útsýnið stórkostlegt úr stálgrindarturninum.

Menning
Fréttamynd

Fjarsýnisstöð á Íslandi

Það má endalaust deila um hvort hægt sé að eigna einum manni heiðurinn af sjónvarpinu. Mikil gróska var í rannsóknum á útvarpsbylgjun og á sviði ljósfræði í byrjun tuttugustu aldar.

Lífið
Fréttamynd

Draugaflugvélin

Hver var flugvélin sem bílfarþegar á Öskjuhlíð sáu svífa yfir Skerjafirðinum í lok september árið 1928? Enga flugvél var að finna í landinu á þessum tíma og þótt erlendir flugkappar hefðu slæðst hingað, sá fyrsti frá Orkneyjum árið 1924, þá var slíkt sárasjaldgæft. Hvers vegna ætti líka nokkur maður að fljúga til landsins á laun?

Lífið
Fréttamynd

Sjálfstæðir menn

„Eftilvill er hinn hvíti maður, einsog hann mótast og þjálfast undir áhrifum hins ríkjandi þjóðskipulags á Vesturlöndum, hin ömurlegasta manntegund sem sögur fara af á Jarðríki.“ – Þannig lýsti Halldór Laxness auðvaldssamfélaginu árið 1929 í grein um "vestheimska alheimsku“.

Menning
Fréttamynd

Dauðinn á hjólum

Glæpur Naders var að voga sér að bjóða sig fram í kosningunum fyrir hönd Græningjaflokksins og það sem meira var – að hreppa nærri 2,9 milljónir atkvæða eða um 2,75%.

Menning
Fréttamynd

Menntaskólinn í Skálholti

Nýr MR skyldi rísa í Hlíðahverfi, nánar tiltekið við Hamrahlíð. Teiknað var gríðarstórt skólahúsnæði ásamt heimavistum, íþróttasvæði, sundlaug og grasagarði. Þá var gert ráð fyrir rektorsbústað syðst á lóðinni.

Menning
Fréttamynd

Linus og töfralyfið

Í 116 ára sögu Nóbelsverðlaunanna hafa einungis fjórir einstaklingar hlotið tvenn verðlaun. Þrír þessara tvöföldu verðlaunahafa deildu viðurkenningunni með öðrum vísindamönnum. Sá fjórði, bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling, vann hins vegar þetta afrek einn síns liðs og það sem meira er: litlu mátti muna að hann bætti þriðju Nóbelsverðlaununum í safnið.

Menning
Fréttamynd

Nirfillinn

Árið 2009 skrifaði bandaríski hagfræðingurinn Joel Waldfogel bók gegn jólagjöfum. Hann benti á að gjafir væru í eðli sínu skelfileg leið til að ráðstafa auði, þar sem gefendur hefðu sjaldnast nægilega góða mynd af þörfum og löngunum þiggjendanna.

Menning
Fréttamynd

Versta viðtal sögunnar

Vilhjálmur II ákvað að fara í viðtal við breskt dagblað. Markmið keisarans var skýrt: að sannfæra Breta um hlýjan hug sinn til þeirra með því að hamra á fjölskyldutengslum sínum og minna á að sjálfur hefði hann setið dögum saman við rúmstokk Viktoríu ömmu sinnar þegar hún lá banaleguna.n Þau áform urðu að engu. Þess í stað tókst Vilhjálmi að móðga bæði landa sína og flestar helstu ríkisstjórnir og líta sjálfur út eins og fáráður.

Menning
Fréttamynd

Skotist til Tunglsins og jöklarnir bræddir

Kaupin á Norðurpólnum er óhefðbundin vísindaskáldsaga og að sumu leyti frekar hugartilraun en eiginlegur vísindaskáldskapur – því í bókarlok er lesandanum kippt niður á jörðina með því að útskýra að öll áformin hafi í raun verið loftkastalar.

Menning
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.