Matarvísir

Matarvísir

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Kenna Sorpu um hærra matar­verð

Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. 

Innlent
Fréttamynd

McDonald's kynnir systur­keðju

Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðjudagstilboðið heldur á­fram að hækka í verði

Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári.

Neytendur
Fréttamynd

Héra­stubbur bakari bauð upp á fimm­tán sortir fyrsta daginn

Bakarinn í Grindavík segir geggjað að geta opnað bakaríið sitt ásamt öllum börnunum sínum í dag. Hann var ánægður með viðskiptin þó það væri nokkuð rólegt enda bærinn ennþá hálftómur. Fyrirtæki eru þó eitt af öðru að hefja starfsemi á ný í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Ballið búið hjá Taco Bell

Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þarf að fram­reiða fimm kokteila á sjö mínútum

Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 

Lífið
Fréttamynd

Skag­firðingum boðið upp á ó­keypis jóla­hlað­borð á Sauð­ár­króki

„Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“

Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Alltaf svartur fössari í Bónus

Venju samkvæmt ætlar Bónus ekki að bjóða upp á sérstök Black Friday tilboð í dag föstudag enda hefur Bónus boðið upp á ódýrustu matarkörfuna hérlendis samkvæmt óháðum könnunum frá því fyrsta verslunin opnaði í Skútuvogi í Reykjavík árið 1989.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kalkúnn sem er ekki hægt að klúðra

Þakkargjörðarhátíð er á morgun fimmtudag. Þessi skemmtilega ameríska hefð hefur náð fótfestu á Íslandi og sífellt fleiri íslenskar fjölskyldur og vinahópar elda kalkún í kringum hátíðina. Það eru ekki allir sem leggja í að elda heilan kalkún enda er það flóknari knúst eða eru mögulega að elda fyrir fáa - þá er tilvalið að elda Ali Sous vide kalkúnabringur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sjötta barn Ramsay komið í heiminn

Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay.

Lífið
Fréttamynd

Góm­sætt Idol tíma­bil fram­undan

Idolið er væntanlegt aftur á skjáinn, mörgum til mikillar gleði. Og ekki minnkar það gleðina að Nói Síríus, samstarfsaðili þáttarins, hefur af því tilefni sett á markað ekki bara eina, heldur tvær nýjar og ljúffengar vörur sem hægt er að njóta í huggulegheitum fyrir framan skjáinn.

Samstarf