Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson

Skoðanagreinar eftir Magnús Guðmundsson úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Gengið á vegg

Atburðir síðastliðins mánudags þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media eru áfall og afturför fyrir íslenska fjölmiðlun. Atlaga að opinni, lýðræðislegri og lífsnauðsynlegri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í landi þar sem hvert spillingarmálið virðist reka annað. Takmörkun á möguleikum kjósenda til þess að fá upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Takmörkun á lýðræðislegum réttindum almennings. Lýðræði þar sem fjölmiðlar eru múlbundnir og þeim gert ómögulegt að fjalla um hagsmunatengsl ráðamanna við fjármálaöflin stendur á brauðfótum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leikreglurnar

Það er vandlifað í veröld stjórnmálaumræðu á Íslandi í dag. Í aðra röndina er réttilega brýnt fyrir öllum að halda sig nú við að fara í boltann en ekki manninn en það getur reynst ansi snúið þegar stakir leikmenn spila eftir eigin leikreglum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kattasmölun

Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að leiða næstu ríkisstjórn enda flokkurinn að mælast sá stærsti nú þegar stutt er til kosninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blindskák

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fyrir níu árum runnu íslensku bankarnir á rassinn og lentu á íslenska þjóðarbúinu og almenningi af fullum þunga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkar ábyrgð

Að undanförnu hafa margir stjórnmálamenn látið í veðri vaka að það sé kjósendum þung byrði að þurfa að ganga að kjörborðinu oftar en á fjögurra ára fresti. Að það sé baggi á landsmönnum að þurfa að fylgjast með stjórnmálaumræðu, móta sér skoðun, vega og meta hugmyndir, loforð og trúverðugleika þeirra sem sækjast eftir völdum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fólk fyrir fólk

Alþingi Íslands verður sett á morgun eftir það sem sumum þykir vera helst til langt sumarfrí. Það er rétt að taka fram að þingmenn sem sinna vinnu sinni af virðingu hafa ekki setið auðum höndum þennan tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glatt á hjalla

Bókmenntir eru mikilvægar. Þetta vita í raun allir sem eru ekki algjörir sokkar. Um þetta vitnar til að mynda fjöldi snjallra tilvitnana í fullt af mjög gáfuðu fólki vítt og breitt um veröldina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gaman að lifa

Hvernig líður þér? Hvernig hafa krakkarnir það? Mamma þín? Þú og þitt fólk? Okkur er tamt að spyrja hvert annað um líðan og velferð þeirra sem við þekkjum og látum okkur annt um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hópurinn

Alveg er það merkilegt að það virðist vera sama á hverju gengur í íslensku efnahagslífi, alltaf eykst munurinn á milli þeirra sem hafa mest á milli handanna og hinna sem hafa minna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjartað slær

Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og ég tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin,“ sagði Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins,

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjárræði

Andstætt öllum þeim stjórnarformum sem maðurinn hefur látið á reyna í gegnum aldirnar er lýðræðið lifandi og síbreytilegt. Það þýðir þó ekki endilega að það breytist alltaf til hins betra, því miður, heldur þróast það einnig stundum frá heildarhagsmunum samfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orðlaus

Ráðherra skipar starfshóp.“ Þau eru fá orðin á okkar ástkæru og ylhýru tungu sem búa yfir þeim mætti að fylla mann viðlíka vonleysi og einmitt þessi þrjú saman í setningu. Í kjölfar þess að Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að algjört hrun hefði orðið í bóksölu á síðustu árum þá fylgdu í undirfyrirsögn þessi viðbrögð mennta- og menningarmálaráðherra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrt og dapurt

Fráfall unga mannsins sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans er þyngra en tárum taki. Það er sannarlega ástæða til þess að fara rækilega ofan í saumana á því hvernig það gat gerst að ungi maðurinn tók líf sitt svo stuttu eftir að hafa verið vistaður á geðdeild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ærandi þögn 

Samkoma og grimmileg ofbeldisverk hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu koma því miður ekki á óvart. Þvert á móti er þetta líkamning þeirra öldu þjóðernishyggju og öfgahægristefnu sem gengur yfir hinn vestræna heim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við munum

Fyrir aðeins sjötíu og tveimur árum kviknaði í himninum yfir japanskri borg, í annað sinn á örfáum dögum, og síðan splundraðist allt. Heimili, skólar og vinnustaðir – allt tættist í sundur og logaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert að fara

Ef það er eitthvað sem einkennir íslensk stjórnmál öðru fremur þá er það að láta mál reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Næsta skref

Börnin eru framtíðin, segja stjórnmálamenn á tyllidögum og bæta svo einhverju við um að þess vegna verðum við að gera vel við þau, sjá þeim fyrir góðu atlæti og menntun því lengi býr að fyrstu gerð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eilíf bið

Það er alltaf ánægjulegt að sjá ráðherrra málaflokks bregðast við athugasemdum og gagnrýni eins og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra gerði á Facebook-síðu sinni í kjölfar viðtals við Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfram druslur!

Maður á víst ekki að nota fyrsta persónu fornafnið ég í leiðara. En ég ætla samt að gera það. Minn leiðari, mínar reglur, mitt vald. Það er eitthvað. Þetta eru ákveðin forréttindi en stundum er þetta líka byrði.

Fastir pennar
Sjá meira