Logi Bergmann

Logi Bergmann

Skoðanagreinar eftir Loga Bergmann úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Gleði hins miðaldra manns

Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki.

Skoðun
Fréttamynd

Galdurinn við beinar útsendingar

Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosningunum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir einhverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaupmaðurinn útí rassgati

Ég ólst upp í Smáíbúðahverfinu. (Ég veit! Fáránlegt nafn á hverfi!) En næsta gata við mig var Búðagerði. Það var einstaklega viðeigandi nafn. Þar voru tvær matvöruverslanir: Austurborg og Söbechsverzlun. Þar var líka mjólkurbúð og kjötbúð og líklega bakarí eða fiskbúð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óður til gleðinnar?

Maður verður að vera léttur. Ég er búinn að segja þetta milljón sinnum. Og þetta á alltaf við en alveg sérstaklega þessa viku. Eurovision. Það er allt skemmtilegt við þetta en okkur hættir til að taka þetta full alvarlega. Svona eins og þetta sé í alvöru keppni í tónlist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flugvéladrama

Kollegi minn Sólmundur Hólm lenti í hroðalegri lífsreynslu um daginn. Hann var sem sagt að koma heim frá Búdapest, en vélin lenti í rokinu í Keflavík svo hann komst ekki frá borði fyrr en tveimur tímum eftir lendingu. Hundrað og tuttugu mínútum!

Fastir pennar
Fréttamynd

Föstudagurinn laaaangi

Í dag er laugardagur. Það er kannski ekkert fréttnæmt, enda er laugardagur um páskahelgi einhvern veginn algjört aukaatriði, klemmdur milli leiðinlegasta dags æsku minnar og páskadags.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afsakið mig

Í fyrradag las ég merkilega færslu frá konu sem vildi biðja mig opinberlega afsökunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einfalda leiðin

Ef ég væri svona alvöru pistlahöfundur, sem tæki mig hátíðlega, væri ég núna að fara að skrifa pistil um Donald Trump. En vá hvað ég nenni því ekki. Fer hann ekki bara ef við hættum að tala um hann?

Fastir pennar
Fréttamynd

Sameinuð í sorg

Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bernsku minnar jól

Það er svo merkilegt með minningar. Í þeim man maður eiginlega alltaf bara það besta og versta. Í minningunni var annaðhvort snjór eða sól. Meira eða minna allan ársins hring.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjartir morgnar

Stundum finnst mér eins og við séum fiskar í fiskabúri. Syndandi hring eftir hring, gleymandi öllu jafn óðum og verða svo spennt/glöð/reið yfir sömu hlutunum. Aftur og aftur og aftur og aftur. Ú! Kastali.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nútíminn er trunta

Nú, þegar ég er að verða miðaldra, langar mig að skrifa vel miðaldra pistil. Svona "Það var allt betra í gamla daga“-pælingu. Það er reyndar mjög erfitt, því það var ekki allt betra í gamla daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skólaball

Kennarar hafa verið að mótmæla alla vikuna. Ég held að flestir skilji það. Ég man þá tíð þegar þeir voru alltaf í verkföllum. Vá, hvað það var meiriháttar. Ég hef samt ekki alveg sömu afstöðu til verkfalla kennara nú og fyrir nokkrum áratugum. Merkilegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Prófdagur

Ég þekkti einu sinni mann sem tók ekki mark á skoðanakönnunum af því að hann var aldrei með í þeim. Hann hafði að vísu þá reglu að svara ekki í símann á kvöldin, en sá ekkert samhengi þarna á milli. Allar skoðanakannanir sem féllu ekki að skoðunum hans voru bara bull.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fulli frændinn

Það er svo ótrúlegt að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. Hvað sem menn geta sagt um þetta furðulega land, þá eru Bandaríkin mikið lýðræðisríki. Kannski ekki alveg jafn mikið og þeir sjálfir vilja meina, en fólk kýs leiðtoga sína og

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsið er yndislegt

Ég er nú ekki svo gamall. En samt man ég eftir ýmsu sem okkur finnst fáránlegt í dag. Svo fáránlegt að við erum jafnvel farin að hlæja að því og spyrjum okkur: Hvernig var þetta hægt?

Fastir pennar
Fréttamynd

Helvítis túristar

Við viljum endilega fá túrista. Við viljum bara ekki fá þessa sem við erum með núna. Við viljum fá túrista sem fara út á land og borga ógeðslega mikið fyrir hótel og bílaleigubíla og mat.

Fastir pennar
Sjá meira