Kristín Ólafsdóttir

Kristín Ólafsdóttir

Greinar eftir Kristínu Ólafsdóttur úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Hið illa og hið aflokna

Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið.

Bakþankar
Fréttamynd

Raddlausar konur

Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég er brjáluð

Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri.

Bakþankar
Fréttamynd

Ferðin ævilanga

Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert.

Bakþankar
Fréttamynd

Dagamunur

Undanfarin misseri hef ég orðið vör við örar breytingar. Breytingarnar sem um ræðir varða utanumhald tímans, sjálft dagatalið. Það er að tútna út.

Bakþankar
Fréttamynd

Óður til þess sem er gott

Nú vakna ég og fæ mér kaffibolla og helli kornflexi í skál og les blaðið og gleymi í eitt guðsvolað augnablik öllu þessu ömurlega sem grasserar nú í veröldinni. Hér verða því engar yfirfærðar merkingar eða háfleygar yfirlýsingar. Engin samfélagsrýni.

Bakþankar
Fréttamynd

Andvökunætur

Undanfarin misseri hefur mér gengið afleitlega að sofna á kvöldin. Þetta er kannski eðlilegur fylgifiskur hækkandi aldurs. Eða bein afleiðing þess að í skólanum er ekki skyldumæting og ég skrönglast þ.a.l. fram úr um hádegisbil flesta virka daga.

Bakþankar
Fréttamynd

Tíminn og jólin

Þessi misserin koma þau svolítið aftan að manni, jólin. Maður man eftir því að hafa farið að sofa einhvern tímann í ágúst og svo hrekkur maður til meðvitundar í miðju jólaboði með laufabrauð í munnvikinu og bölvar miskunnarlausum framgangi tímans.

Bakþankar
Fréttamynd

Slegið á frest

Desember er genginn í garð, mánuðurinn sem hnýtir rauða og gullbryddaða velúrslaufu aftan á árið. Allur lax er graflax og öll borð eru hlaðborð. Meðlimir Baggalúts snúa aftur á vinnumarkaðinn eftir ellefu mánaða hlé.

Bakþankar
Fréttamynd

Norska veikin

Ég lagðist í flensu um daginn. Þetta var skæð baktería sem herjaði aðallega á hugann – svokallaður andans-gerill – en líkamleg einkenni voru þó sömuleiðis vel merkjanleg. Ástandið reyndist í raun alveg jævlig … fyrirgefið!

Bakþankar
Fréttamynd

Stórir dagar

9. nóvember 2016. Gærdagurinn var stór. Í gær rættust allir draumar og þrár og dýpstu, pervertískustu kenndir einnar manneskju, sem kjörin var forseti Bandaríkjanna. Risastór dagur fyrir bæði hana og heimsbyggðina.

Bakþankar
Fréttamynd

Það sem líkami minn er ekki

Ég er kona. Ég er með brjóst og píku og leg. Og ýmislegt annað! T.d. hendur og fætur. Og starfandi heila. Og í ljósi ofantalinna þátta finn ég sjálfa mig knúna til að leiðrétta örlítinn misskilning.

Bakþankar
Fréttamynd

Brostu nú fyrir mig, elskan

Forsetaframbjóðendur tveggja stærstu flokka í Bandaríkjunum öttu nýlega kappi í skjóli ræðupúlts. Fjöldi fólks fylgdist með og fjöldi fólks þrykkti enn fremur skoðunum sínum á frammistöðu frambjóðendanna út á veraldarvefinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Möndlur og súkkulaði

Fallegasta hrós sem ég hef fengið var einlægt og spontant og trítlaði út um munn átta ára skjólstæðings míns á frístundaheimili hér í bænum. Það var mánudagur og allt var þrungið ömurlegu vonleysi, roki og rigningu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kærasti óskast

Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér.

Bakþankar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.