Kristín Þorsteinsdóttir

Kristín Þorsteinsdóttir

Skoðanagreinar eftir Kristínu Þorsteinsdóttur úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Sjálfumgleði

Íslandi vegnar nokkuð vel utan Evrópusambandsins. Efnahagur er blómlegur – árferðið betra en almennt í ESB-löndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar eru málefnin?

Kosningaumræðan hefur hingað til snúist um menn frekar en málefni. Það sem þó hefur ratað í umræðuna hefur frekar verið í slagorða- eða stikkorðastíl og lítið kjöt á beinunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Simmar allra flokka

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að nýr Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sé nú þegar orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn. Hvað sem segja má um Sigmund verður ekki af honum tekið að hann vekur athygli hvað sem hann gerir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glæpnum stolið

Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Alíslenskur farsi

Atburðir vikunnar í íslenskum stjórnmálum eru allt að því lygilegir, og sennilega myndi enginn trúa atburðarásinni ef ekki væri fyrir það sem á undan er gengið. Á árunum eftir hrun höfum við Íslendingar nefnilega vanist svo tíðum stjórnarskiptum að þjóðir sem hér áður voru frægar að endemum blikna í samanburði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vondar sveiflur

Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki vera sóði

Glöggir göngugarpar sem gengið hafa á Esjuna undanfarið hafa vafalaust tekið eftir kassa af orkustykkjum sem hefur orðið á vegi þeirra á leið upp fjallið. Um er að ræða svokölluð orkustykki frá Kellogg's sem vafalaust eiga að vera næring til að auðvelda fólki gönguna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tekin í bólinu

Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr.

Skoðun
Fréttamynd

Vöndum okkur

Yfirvöld og aðrir sem vinna í greininni hafa því ekki lengur þá afsökun að glímt sé við nýtt og óþekkt vandamál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreyfingarhátíð

Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Atómstríð á Twitter

Hótanir og stórkarlalegar yfirlýsingar ganga nú á víxl milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og manna hans, og Norður-Kóreu, þar sem einræðisherrann Kim Jong-un ræður ríkjum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afleikur

Um eitt hundrað og þrjátíu stöður eru lausar í leikskólum Reykjavíkur nú í ágústbyrjun, þegar starf í leikskólunum er um það bil að hefjast. Og þetta er bara í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð í mörgum öðrum sveitarfélögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lög og venjur

Fyrirgefningin er vissulega stór og mikilvægur þáttur í okkar samfélagsgerð. Hana öðlast þeir sem til alvarlegra saka hafa unnið einungis með því að breyta hegðun sinni og taka upp nýja siði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eigin ábyrgð

Miðað við þá staðreynd að Íslendingar eru meðal feitustu þjóða í Evrópu er viðbúið að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við sjúkdómana og aðstandendur þeirra, heldur hvert einasta mannsbarn í landinu sem stendur undir heilbrigðis- og velferðarkerfinu gegnum sínar skattgreiðslur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tillitslaust bákn

Meðferð krabbameinssjúkra þarf að taka miklum og hröðum breytingum. Strax. Eftir meðferð ætti að taka við orlof, sem mætti líkja við fæðingarorlof. Því þú ert að byggja þig upp aftur til þess að funkera fyrir þig og fólkið þitt. Orlof þar sem þú safnar kröftum að læknisráði. Þess í stað er fólk í fjárhagskröggum og í stöðugri baráttu við kerfið.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Orð og athafnir

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lék óvenju djarfan leik með grein sinni hér í blaðinu í vikunni, sem bar yfirskriftina „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ Í greininni færir Benedikt rök fyrir því að Íslendingar eigi að skipta út krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Þar á Benedikt augljóslega við evruna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sleppt og haldið

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færibandafólkið

Það á ekki að vera markmið skólastarfs að framleiða fullorðna einstaklinga á færibandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundkallastríð

Gjarnan hefur verið sagt að stjórnmálamenn græði manna mest á styrjöldum. Þær séu til þess fallnar að þjappa þjóðum saman og sýna leiðtoga í jákvæðu ljósi. Einstaka leiðtogar eru grunaðir um að hafa fundið sér tylliástæðu til stríðsbrölts til að upphefja eigin vinsældir. Falklandseyjastríð Margaret Thatcher var stundum nefnt í þessu samhengi, og jafnvel Íraksstríð Bush feðga.

Fastir pennar
Sjá meira