Kristín Þorsteinsdóttir

Kristín Þorsteinsdóttir

Skoðanagreinar eftir Kristínu Þorsteinsdóttur úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Skóli mistakanna

Ef marka má bandarískar rannsóknir enda níu af hverjum tíu sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum í blindgötu – á kúpunni eins og sagt er

Fastir pennar
Fréttamynd

Brexit einstigi

Evrópa verður fyrir tjóni ef forsvarsmenn Evrópusambandsins ganga of hart fram í viðræðum við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi með þýskum starfsbróður sínum í Berlín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrsla í skúffu

Krabbameinsáætlun mun líta dagsins ljós fljótlega, að því er fram kom hér í blaðinu á skírdag. Það er vel. En gagnrýnt hefur verið hversu langan tíma hefur tekið að ýta áætluninni úr vör.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árásir á innsoginu

Bandaríkjamenn hófu í vikunni eldflaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvítþvottur

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans er skýr og afdráttarlaus.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glæpamaður

Árásarmaður lagði til atlögu við breska þingið í Westminster í vikunni. Áður hafði maðurinn keyrt inn í þvögu gangandi fólks á Westminster-brú sem liggur að þinghúsinu. Fjögur fórnarlömb liggja í valnum og tugir eru sárir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónufíllinn

Ríkisstjórnin hyggst síðar í þessum mánuði tilkynna um sérstakar aðgerðir sem eiga að stemma stigu við frekari styrkingu krónunnar. Þær aðgerðir koma þá til viðbótar afnámi gjaldeyrishaftanna sem tilkynnt var í vikunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Síðbúið réttlæti

Í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í vikunni um Landsdóm sem kallaður var saman í fyrsta og eina skiptið til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um embættisathafnir hans í aðdraganda efnahagshrunsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um aðgengi

"Það er best að segja það strax að ég styð það að einka­leyfi rík­is­ins til sölu á áfengi verði af­numið. Ef frum­varpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frum­varpið fjall­ar ekki bara um það. Það fel­ur í sér stór­aukið aðgengi að áfengi og þar stend­ur hníf­ur­inn í kúnni.“ Þarna kemst Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að kjarna málsins um áfengisfrumvarpið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rangur þjóðarvilji?

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur stigið aftur fram á sjónarsviðið sem einn leiðtogi hreyfingar er hefur að markmiði að vinda ofan af ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mismunun

Fjölmiðlanefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með fjölmiðlastarfsemi í landinu. Starfsmenn nefndarinnar leggja mikið á sig til að íslenskir fjölmiðlar fari eftir laganna bókstaf og vilja skiljanlega sinna sínu starfi af samviskusemi og elju.

Skoðun
Fréttamynd

ÁTVR-laus umræða

Áfengisfrumvarpið liggur enn einu sinni fyrir á Alþingi, og þykir nú líklegra en áður til að hljóta brautargengi. Samkvæmt frumvarpinu verður það í höndum sveitarstjórna að veita einkaaðilum leyfi til smásölu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rembihnútur

Hlutur kvenna í framkvæmdastjórastöðum hjá 800 stærstu fyrirtækjum landsins var aðeins níu prósent í fyrra og stóð í stað frá árinu á undan. Konur voru tólf prósent framkvæmdastjóra hjá meðalstórum fyrirtækjum, líkt og árið 2015.

Fastir pennar
Fréttamynd

Náttúran minnir á sig

Á Íslandi tökum við nálægðinni við náttúruna og allar þær lystisemdir sem hún hefur upp á að bjóða sem gefnum hlut. Við stundum útivist á víðavangi í æ ríkari mæli – hlaup, hjólreiðar, fjallgöngur og skíði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brothættur friður

Theresa May var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum síðustu tvo daga og hitti þar fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samstaða þjóðar

Fá mál hafa rist jafn djúpt í sál okkar litlu þjóðar og hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ung, góðleg og efnileg kona með allt lífið fram undan hverfur sporlaust, og ýmislegt bendir til þess að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stærsta málið

Upp úr aldamótum ákvað Gordon Brown, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, að skattaálögur skildu lækkaðar á dísilbíla en hækkaðar á bensínbíla. Stýra átti Bretum í þá átt að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla, enda voru vísindamenn almennt sammála um að þeir fyrrnefndu væru umhverfisvænni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Amfetamínborgin

Reykjavík er fjórða mesta amfetamínborg Evrópu ef marka má nýja rannsókn frá Háskóla Íslands. Neysla amfetamíns er stöðug alla daga vikunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ógn vélmenna

Fyrr en varir mun ný tækni af fullkomnu miskunnarleysi úrelda ólíklegustu störf. Vélmenni með gervigreind munu halda áfram þeirri úreldingu starfa sem verið hefur fylgifiskur hnattvæðingarinnar. Hún flutti framleiðslu og þjónustustörf til fátækra landa og gerbreytti vinnumarkaði iðnríkjanna.

Fastir pennar
Sjá meira