Jón Sigurður Eyjólfsson

Jón Sigurður Eyjólfsson

Fréttamynd

Hégómi og græðgi

Nýlega hringdi í mig kona sem sagði að ég hefði lent í þröngu úrtaki og gæti því tekið þátt í happdrætti með skáldlegum vinningslíkum. Innra með mér vöknuðu villimenni tvö sem teikuðu þegar mannkynið ók inn í siðmenninguna.

Bakþankar
Fréttamynd

Fúli bóksalinn í Garrucha

Í spænska strandbænum Garr­ucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki þessi leiðindi

Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga.

Bakþankar
Fréttamynd

Hagræðingin er að heppnast

1) Það eru ekki lengur til sveitabæir heldur aðeins fá og stór iðnaðarbýli. 2) Lítil þorp eru að verða sumarhúsabyggðir fyrir okkur þar sem ekki þarf að eyða í þjónustu eins og skóla og sveitarstjórnir. Víða þrjóskast menn þó við, svo þetta getur tekið tíma.

Bakþankar
Fréttamynd

Að trumpast í áfengismálum

Ég veit að það er að bera í blindfullan lækinn en ég ætla aðeins að tala um áfengislögin. En fyrst langar mig að segja litla sögu: Einu sinni vann ég á sambýli þar sem afar góð kona bjó en hún átti erfitt með mál. Eitt sinn tók hún sig þó til, læddist inn á starfsmannaskrifstofu og pantaði sumarhús í Svíþjóð.

Bakþankar
Fréttamynd

Líf á villigötum

Viðkvæmir ættu að vinda sér í næstu málsgrein því í þessari er ég að aka eftir hraðbrautinni á leið til vinnu og stór hundur vappar inn í umferðina. Skiptir engum togum að bíllinn fyrir framan mig ekur utan í hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Að vinna tapað tafl

Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Leiðbeiningar með hamingjuhjóli

Eflaust er það rétt hjá Megasi að ókeypis er allt það sem er best en síðan þarf að greiða dýru verði það sem er verst. En það sem þessi rándýri hryllingur hefur fram yfir okkar ókeypis djásn er að með honum koma ítarlegar leiðbeiningar.

Bakþankar
Fréttamynd

Lífið er það sem gerist

Ég legg bíl mínum skammt frá markaði einum í grámygluðu hádegi og geri mig kláran fyrir innkaupin. Þá sé ég hvar gömul kona er að burðast með grænmeti og þótti mér hún hafa færst helst til mikið í fang svo af bílddælskri herramennsku býðst

Bakþankar
Fréttamynd

Óttarr og Tálknafjarðar- heilkennið

Þegar við Logi voru litlir drengir á Bíldudal stóð okkur stuggur mikill af Tálknfirðingum. Aðallega vegna þess að þeir voru flestir rauðhærðir og freknóttir mjög. Óttuðumst við að draga dám af þeim með of miklu návígi.

Bakþankar
Fréttamynd

Seifur og Sjálfstæðisflokkurinn

Oft hefur stór sannleikur notað magnaða lygi til að viðhalda sjálfum sér. Lénskerfið notaði guð þar sem lénsherrar, kóngar og klerkar trónuðu efst í valdapíramídanum, athugasemdalaust þar sem það átti að vera vilji skaparans.

Bakþankar
Fréttamynd

Spillingin heima er best

Spillingin er ísmeygileg. Hún ryður sér til rúms án þess að þorri landsmanna taki eftir en er svo fyrr en varir orðin svo heimilisleg að fjöldi kjósanda getur ekki hugsað sér lífið án hennar. Hins vegar er spilling handan heimsála alltaf jafn heimskuleg.

Bakþankar
Fréttamynd

Fatalaust frelsi

Ég var að hlaupa eftir ströndinni hér í Almeríahéraði, nýfluttur og því alvitlaus um staðarhætti. Allt í einu fannst mér ég vera staddur í ljóði eftir Stein Steinarr þar sem ég hljóp á annarlegri strönd. Stórt og mikið skilti útskýrði hins vegar að ég var á nektarströnd mikilli.

Bakþankar
Fréttamynd

Tæknikrata­kjaftæði

Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyllerí fyrir ferðamenn

Ég var ekki fyrr kominn til minnar sumarvistar á Íslandi en ég heyrði veislumann mikinn segja í útvarpinu að hið íslenska fyllerí heyrði sögunni til. Taldi ég víst að maðurinn væri firrtur og vissi ekki hvernig umhorfs væri í alþýðuhúsum svo ég spurði víðfróðan vin minn hvort satt væri.

Bakþankar
Fréttamynd

Í draumi sérhvers manns

Þegar ég var ungur dreymdi mig oft rómantíska drauma þar sem föngulegar stúlkur voru í aðalhlutverki. Sá hængur var þó á að þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að hafa á mér ímugust mikinn og töldu mig jafnvel hálfvita.

Bakþankar
Fréttamynd

Ákall til Páls Óskars

Fegurðarskyn mitt fær áfall þegar ég kem skokkandi út úr guðs grænni náttúru útivistarsvæðanna inn í byggt ból úthverfanna. Ástæðan er mikill fjöldi grárra, svartra eða í skásta falli hvítra og forljótra steypukassa.

Bakþankar
Fréttamynd

Glæsilegi götusóparinn

Bakvið hvert orð er mynd sem skýtur upp kollinum þegar orðið er nefnt. Þegar ég heyrði orðið "götusópari“ hér áður fyrr, sá ég strax í hugskoti mínu mynd af manni með raunalegan svip og í óræstilegum vinnugalla.

Bakþankar
Fréttamynd

Einokun á orðinu

Leiðtogar og stjórnendur eru óþarflega meðvitaðir um að vinna þeirra er mun auðveldari ef fólkið, sem þeir er að sýsla með

Bakþankar
Fréttamynd

Lífið er eins og að horfa á leik

Ég sit í mannþröng mikilli, syng þjóðsönginn í bringuna á mér - sönghæfileikar leyfa ekki meira - og horfi á sjónvarpsskjá sem hangir yfir mér líkt og stjarna yfir vitringunum forðum.

Bakþankar
Sjá meira