Jón Sigurður Eyjólfsson

Jón Sigurður Eyjólfsson

Fréttamynd

Svo er hneykslast á Katrínu

Svo virðist sem pólitískar samæfingar þessi misserin hafi gengið fram af ýmsum. Rétt eins og tilveru þeirra hafi verið snúið á haus þegar vinstri og hægri fóru að ylja áform sín undir sömu sæng.

Bakþankar
Fréttamynd

Ung fórnarlömb hagsældar

Eitt sinn gerði ég könnun meðal þrettán ára nemenda í skóla einum í Andalúsíu og spurði í hverju velgengni væri fólgin.

Bakþankar
Fréttamynd

Kjósendur með lífið í lúkunum

Þar sem komin er kosningavika, og fólk ekki alls kostar sammála um að þið stjórnmálamenn séuð að ræða það sem ræða ber við slík tímamót, vil ég leggja til mál sem mér finnst að kryfja eigi í kosningavikunni og reyndar hinar vikurnar fimmtíu og eina. (Það má víst taka svona til orða þegar kosningar eru orðnar árlegur viðburður.)

Bakþankar
Fréttamynd

Gráttu fyrir mig Katalónía

Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu.

Bakþankar
Fréttamynd

Huldufólk 21. aldarinnar

Fátt er leiðinlegra fyrir unga stúlku en að sitja lengi í bíl sem hossast eftir hálfgerðri vegleysu klukkutímum saman. Þetta var þó hlutskipti eldri dóttur minnar í mörg ár þar sem við fórum oft vestur á firði. Til að létta undir með henni sagði ég henni sögur af álfum og huldufólki og til þess að ýta enn undir skemmtanagildið sagði ég að ef við stoppuðum uppi á Hjallahálsi myndum við eflaust sjá huldufólki bregða fyrir.

Bakþankar
Fréttamynd

Förum vel með hneykslin

Öll höfum við sterka hvöt til þess að hneykslast, svei mér þá ef hún er ekki jafn frek til fjörsins og kynhvötin sjálf. Áður var afar einfalt að fullnægja henni, það þurfti ekki nema einn homma í þorpið og þá voru flestir komnir með mánaðarskammt af rammri hneykslan.

Bakþankar
Fréttamynd

Óhóflegar vinsældir Íslands

Sú var tíðin að Ísland var svo óljóst í vitund umheimsins að maður varð nánast land- og ættlaus um leið og maður steig fæti á erlenda grund.

Bakþankar
Fréttamynd

Nýja ferðamannalandið Ísland

Ekkert er að óttast þó við Íslendingar klúðrum ferðamennskunni með verðlagi í ólagi. Ég hef komið auga á nýjan ferðaiðnað sem er bæði umhverfisvænn og gróðavænlegur.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúir þú á tylliástæður?

Reglulega ræði ég við sýrlenska vini mína um gang mála þar í landi. Einn þeirra er fluttur aftur heim og telur að stríðinu sé að ljúka nema ný tylliástæða finnist til að kynda undir því að nýju. Frásögn þeirra er athyglisverð því hún gengur í berhögg við það sem ég les í fjölmiðlum og því langar mig að deila henni með ykkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Hórumangarinn hressi

Ég rek hóruhús hérna í bænum,“ sagði sveitungi konu minnar þar sem ég rak nefið í samtal þeirra í strandbæ einum. Það var völlur á honum. Hann var hress og hló eins og hestur en svo kom dálítið á hann þegar hann sá að Bílddælingnum var brugðið. "Þetta er bara eins og hver annar rekstur,“ sagði hann þá.

Bakþankar
Fréttamynd

Ráð til að hætta að trumpast

Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúfrelsi

Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust.

Bakþankar
Fréttamynd

Lifðu í fegurð

Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hégómi og græðgi

Nýlega hringdi í mig kona sem sagði að ég hefði lent í þröngu úrtaki og gæti því tekið þátt í happdrætti með skáldlegum vinningslíkum. Innra með mér vöknuðu villimenni tvö sem teikuðu þegar mannkynið ók inn í siðmenninguna.

Bakþankar
Fréttamynd

Fúli bóksalinn í Garrucha

Í spænska strandbænum Garr­ucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki þessi leiðindi

Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga.

Bakþankar
Fréttamynd

Hagræðingin er að heppnast

1) Það eru ekki lengur til sveitabæir heldur aðeins fá og stór iðnaðarbýli. 2) Lítil þorp eru að verða sumarhúsabyggðir fyrir okkur þar sem ekki þarf að eyða í þjónustu eins og skóla og sveitarstjórnir. Víða þrjóskast menn þó við, svo þetta getur tekið tíma.

Bakþankar
Fréttamynd

Að trumpast í áfengismálum

Ég veit að það er að bera í blindfullan lækinn en ég ætla aðeins að tala um áfengislögin. En fyrst langar mig að segja litla sögu: Einu sinni vann ég á sambýli þar sem afar góð kona bjó en hún átti erfitt með mál. Eitt sinn tók hún sig þó til, læddist inn á starfsmannaskrifstofu og pantaði sumarhús í Svíþjóð.

Bakþankar
Fréttamynd

Líf á villigötum

Viðkvæmir ættu að vinda sér í næstu málsgrein því í þessari er ég að aka eftir hraðbrautinni á leið til vinnu og stór hundur vappar inn í umferðina. Skiptir engum togum að bíllinn fyrir framan mig ekur utan í hann.

Bakþankar
Fréttamynd

Að vinna tapað tafl

Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér.

Bakþankar
Sjá meira