Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson

Greinar eftir Guðmund Andra úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Ofsi á undanþágu

Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd.

Skoðun
Fréttamynd

Hryðjuverk og kærleiksverk

Enn hefur karlmaður sem játar einhvers konar islam ráðist á almenning í evrópsku lýðræðisríki með því að aka bíl inn í mannfjölda í því skyni að drepa eins margt fólk og hann getur. Enn einn einstaklingur, sýktur af hugmyndum, sem telur það ásættanlegan tjáningarmáta á viðhorfum sínum að aka bíl inn í mannfjölda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forviðaflokkurinn

Sjaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráðamenn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi ár, að þýski héraðsbankinn og kjölfestufjárfestirinn í Búnaðarbankanum hefði í raun bara verið leppur fyrir Ólaf Ólafsson.

Skoðun
Fréttamynd

Vertu úti

Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar tjáði sig um fátækt á Íslandi um daginn í tilefni af þáttaröð sem Mikael Torfason hefur gert um efnið á RÚV, rás eitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Minning um Chuck

Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst í Chuck Berry en samt býr minningin innra með mér því að ég get auðveldlega framkallað kenndina sem hún vakti.

Skoðun
Fréttamynd

Strútskýringar

Stundum talar fólk eins og aldrei fyrr í mannkynssögunni hafi þekkst vitlausar skoðanir byggðar á tilfinningu

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsi er aldrei sjálfdæmi

Það er mikil einföldun að áfengisfrumvarpið snúist um frelsi í þeim skilningi að frelsi sé veitt í málaflokki þar sem nú ríki ófrelsi eða ánauð.

Skoðun
Fréttamynd

Hann er kominn aftur

Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Fangar

Maður verður bara að vona að ódámurinn hljóti makleg málagjöld en stúlkunum verði hjálpað til að komast á farsælli brautir í lífinu.

Skoðun
Fréttamynd

"Líður nú að lokum…“

Trump var ekki kosinn þrátt fyrir ókosti sína heldur vegna þeirra. Öll súpum við seyðið af þessu kjöri, afleiðingarnar kunna að verða skelfilegar fyrir alla heimsbyggðina og nú þegar eru teknar að streyma frá honum tilskipanir sem hafa beinlínis áhrif til hins verra á líf venjulegs fólks sem ekkert hefur til saka unnið

Fastir pennar
Fréttamynd

Listin og mannhelgismálið

Á dögunum var haldinn fundur í HÍ um mörkin á notkun rithöfunda á raunverulegum atvikum og örlögum annars fólks í verkum sínum. Þetta er flókið mál með margar hliðar, og var mjög vel reifað af háskólafólkinu

Fastir pennar
Fréttamynd

Heim í hús

Oft er talað um að æðsta skylda formanns Sjálfstæðisflokksins sé að halda liðinu saman – gagnstætt því sem manni virðist stundum að leiðtogum jafnaðarmanna á Íslandi þyki brýnasta verkefni sitt: að halda liðinu sundruðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt rangt

Þegar áströlsk hjón hafa borgað fúlgur fjár fyrir þá upplifun að halda að þau séu í raun og veru við það að deyja í íslenskum byl á reginfjöllum, alein og yfirgefin, segir ferðaþjónustufyrirtækið sem bauð upp á þær trakteringar að þau geti sjálfum sér um kennt. Þau hafi gert „allt rangt“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnleysingjar

Það er svo langt síðan við kusum að maður man varla hvenær það var – maður man varla hvað maður kaus. Og hafi verið einhver stemmning í kjölfar kosninganna hefur flokkunum fimm sem lengst af stóðu í viðræðum tekist að kæfa hana niður með mikilli eindrægni í því að ná ekki saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um vanhæfi

Hvenær er dómari vanhæfur til að úrskurða í málum? Því verða aðrir að svara en ég, sem er bara maður úti í bæ, fæddur í spurningamerkinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vistvænisýki

Eitt af þessum afhjúpandi atvikum sem segja sögu heillar aldar var í sjónvarpsfréttum á dögunum: Ráðherra svonefndra og sjálfskipaðra "atvinnuvega“, sjálfur yfirmaður matvælaframleiðslunnar í landinu, Gunnar Bragi Sveinsson, gat ekki svarað því í viðtali undir hvaða ráðherra málefni neytenda heyrðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fidel og fólkið

Maður hlaut að hrífast af Fidel og hans knáu köppum sem höfðust við í fjöllunum. Þeir komu til byggða og ráku af höndum sér þann auma og dáðlausa lýð sem gengið hafði erinda bandarískra auðvaldsrisa og færðu völdin í hendur alþýðunni. Þeir efldu heilbrigðisþjónustu og læsi – svo að einsdæmi varð í fátæku landi í þriðja heiminum – upprættu vændi og annan ósóma sem dafnað hafði kringum Kanann.

Fastir pennar
Fréttamynd

List hins sögulega

Óneitanlega er ögn farið að fenna yfir minningar manns af bókum Enidar Blyton – og þó. Voru þetta ekki Finnur og Dísa og Jonni og Anna, Georg og Gunnar lögregluþjónn, Eyrnastór, Doddi og Kidda keila … Og Kíkí og einhver hundur?

Fastir pennar
Fréttamynd

Ljóðin sem lækna

Heimurinn þarf meira á ljóðum að halda en nokkru sinni og því er missirinn þeim mun sárari þegar féllu frá á dögunum tvö mikilvæg skáld.

Fastir pennar
Sjá meira