Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Stundvísi og reglusemi

Þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum vitjaði ég sjúkrahússins reglubundið og þar kynntist ég manni sem átti konu sem lifði við minnissjúkdóm og erfið veikindi. Ég man hvað mér þótti það fallegt hvernig hann kom á hverjum einasta degi að vitja hennar alltaf klukkan fjögur

Bakþankar
Fréttamynd

Gengið á vegg

Atburðir síðastliðins mánudags þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaði um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media eru áfall og afturför fyrir íslenska fjölmiðlun. Atlaga að opinni, lýðræðislegri og lífsnauðsynlegri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi í landi þar sem hvert spillingarmálið virðist reka annað. Takmörkun á möguleikum kjósenda til þess að fá upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Takmörkun á lýðræðislegum réttindum almennings. Lýðræði þar sem fjölmiðlar eru múlbundnir og þeim gert ómögulegt að fjalla um hagsmunatengsl ráðamanna við fjármálaöflin stendur á brauðfótum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veikburða vísindi

Þó svo að Ísland státi nú af öflugum og ört stækkandi hópi vísindamanna þá hefur starfsumhverfi þessara sérfræðinga farið hrakandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leikreglurnar

Það er vandlifað í veröld stjórnmálaumræðu á Íslandi í dag. Í aðra röndina er réttilega brýnt fyrir öllum að halda sig nú við að fara í boltann en ekki manninn en það getur reynst ansi snúið þegar stakir leikmenn spila eftir eigin leikreglum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Syndaferðir með fagmönnum

Það er stór misskilningur að druslugangan eða „The walk of shame“ sé versta ferðalagið eftir kvöld þegar mennirnir voru hittir.

Bakþankar
Fréttamynd

Á brauðfótum

Fyrir einhverjum mánuðum var ég í staddur í samkvæmi þar sem talið barst að heilbrigðismálum. Gestirnir voru stóryrtir um íslenska heilbrigðiskerfið, sögðu það handónýtt og gjörsamlega hrunið. Líktu ástandinu við stríðshrjáðar þjóðir þar sem allir innviðir væru í molum.

Bakþankar
Fréttamynd

Varðandi leiðindin

Ég var að átta mig á því, að núna eru að renna upp fyrstu kosningarnar í sautján ár sem ég er ekki þátttakandi í með einhverju móti. Mér finnst það svolítið gaman. Núna fylgist ég með úr fjarlægð eins og hver annar dúddi á Facebook. Ég er að fíla það. "Ertu ekki feginn að vera laus?“ spyr fólk. Jú, ég er það.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfumgleði

Íslandi vegnar nokkuð vel utan Evrópusambandsins. Efnahagur er blómlegur – árferðið betra en almennt í ESB-löndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heita kartaflan

Vantraust á stjórnvöld er ekki í rénun. Vantraustið er ekki tískusveifla eða bundið við eftirmála efnahagshruns. Það er stærra og það hefur að gera með aðgengi að upplýsingum, nýjan valdastrúktúr og grynnri en hraðari boðleiðir hugmynda. Í sem mestri einföldun má segja að almenningur sé valdameiri en áður. Jafnvel svo valdamikill að það valdi kvíða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flókin forréttindi

Fólk í forréttindastöðu* á samúð mína um þessar mundir. Það er svo mikið af baráttu- og hugsjónafólki að hrista heimsmyndina alla að það er erfitt að átta sig á hvað snýr fram og hvað aftur. Ólgan er svo mikil að hún nær jafnvel til góða fólksins.

Bakþankar
Fréttamynd

Rétti tíminn

Það er nánast sama hvert er litið. Fjárfesting í helstu innviðum landsins hefur núna um árabil verið langtum minni en nauðsynlegt getur talist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert skiptir meira máli

Hvað skiptir meira máli á vettvangi stjórnmálanna en að virða eftirsókn þjóðarinnar eftir nýrri stjórnarskrá? – skýran vilja eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og aftur í tveim nýjum skoðanakönnunum á þessu ári. Ekkert – ekkert! – skiptir meira máli að minni hyggju.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miðjan horfin

Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga er ljóst að mikill mannauður yfirgefur þingið eftir 28. október enda eiga tveir til þrír miðjuflokkar á hættu að þurrkast út í kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þörf á pólitískri leikgreiningu

Það er ótrúlega gaman að horfa á íþróttakappleiki, eða það finnst mér allavega. Það sem er svo stundum næstum jafngaman, og stundum enn skemmtilegra, að því mér finnst, er þegar sérfræðingar sitja svo og mala um leikinn löngum stundum eftir að honum er lokið.

Bakþankar
Fréttamynd

Kattasmölun

Vinstri græn hafa lýst sig reiðubúin til þess að leiða næstu ríkisstjórn enda flokkurinn að mælast sá stærsti nú þegar stutt er til kosninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óskalisti fyrir kosningar 2017

Ég veit ekki enn hvað ég ætla að kjósa. Samt er ég í mjög góðri æfingu. Síðan ég fékk kosningarétt árið 2011 hef ég kosið í tvennum forsetakosningum og einum sveitarstjórnarkosningum. Ég kaus um Icesave og stjórnarskrána.

Bakþankar
Fréttamynd

Ómetanleg gjöf strákanna

Það má margt læra af velgengni karlalandsliðsins í fótbolta, en í grunninn sýnir þessi árangur fram á mikilvægi samheldninnar, og það á öllum stigum samfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gráttu fyrir mig Katalónía

Mér þykir Spánn óskaplega spennandi eins og hann er með sín þrjú tungumál og óteljandi mállýskur. Svo er það þessi margfrægi núningur milli borga og landshluta sem virkar á mig eins og uppörvandi andstæða við einsleitnina í mínu heimalandi þar sem Stór-Reykjavíkursvæðið er alfa, ómega og amen eftir efninu.

Bakþankar
Fréttamynd

Blindskák

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Fyrir níu árum runnu íslensku bankarnir á rassinn og lentu á íslenska þjóðarbúinu og almenningi af fullum þunga.

Fastir pennar
Sjá meira