Bjarni Karlsson

Bjarni Karlsson

Greinar eftir Bjarna Karlsson úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Barnaskírn

Ef þú vilt vita hver þú raunverulega ert skaltu horfa á sjálfa(n) þig í gegnum augu barnanna sem eiga öryggi sitt undir þér komið. Ég held að þetta sé kjarninn í siðaboðskap Jesú frá Nasaret.

Bakþankar
Fréttamynd

Háttvísi og afnám fátæktar

Ég tel nýafstaðnar alþingiskosningar ekki síst athyglisverðar í ljósi þriggja málefna sem ekki voru rædd í aðdragandanum. Áður en ég tala um það vil ég þó orða tvennt gott sem gerðist.

Bakþankar
Fréttamynd

Grjót í vösum

Á sunnudagskvöldið sem leið fékk þjóðin að sjá leikritið Með fulla vasa af grjóti í beinni útsendingu RÚV. Það sem gaf sýningunni aukna vigt var sú staðreynd að annar leikarinn, Stefán Karl Stefánsson, heyir þessa daga harða baráttu við krabbamein.

Bakþankar
Fréttamynd

Ónýtar tennur

Við lifum í þjóðfélagi þar sem flest er í lagi. Þrátt fyrir þrálátan ójöfnuð sem auðvitað rýrir samfélagið að innan hefur fólk á Íslandi almennt aðstæður og getu til að gera og vera eitthvað sem skiptir það máli því það hefur næg úrræði til að grípa í og nógu góð tengsl til þess að njóta lífsins. Þess vegna finnst okkur svo fáránlegt þegar örfáar manneskjur - bara nokkur þúsund - eru hafðar fátækar.

Bakþankar
Fréttamynd

Von

Um daginn annaðist ég hjónavígslu í samstarfi við fyrirtækið Pink Iceland. Þetta var bjart og fallegt ungt fólk sem býr í San Francisco.

Bakþankar
Fréttamynd

Að læsa og henda lyklinum

Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar.

Bakþankar
Fréttamynd

Misskilningur

Ég á bernskuminningu þar sem ég sit í gamla Willýsjeppanum hans pabba. Það er móða á rúðunni, bíllinn stendur í vegarkanti, öll fjölskyldan situr stjörf og í útvarpinu glymur bein lýsing á því þegar fyrsti maðurinn stígur fæti á tunglið.

Bakþankar
Fréttamynd

Lífsvon

Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Fátækt er áráttueinkenni

Það er eitthvað að gerast. Það er eins og þjóðarsálin horfi forviða í spegil og finni til klígju. Í síðustu viku varð netsprenging þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir kom fram og útskýrði á mannamáli hvernig það er að vera krabbameinssjúkur Íslendingur.

Bakþankar
Fréttamynd

Mynd ársins

Mannkyn stendur frammi fyrir nýrri áskorun. Nú er staðan orðin sú í heimsmálum að annað hvort komumst við öll saman inn í nýja framtíð eða það verður engin framtíð.

Bakþankar
Fréttamynd

Áfengi

Tekur þú eftir því hvernig veröldin er að skreppa saman um leið og fjarlægðir milli manna hafa aldrei verið ýktari? Jörð skelfur eða flugvél hrapar hinum megin á hnettinum og ljósmyndir af vettvangi eru á augabragði komnar í snjallsíma milljóna manna. Samtímis eru fleiri á vergangi en nokkru sinni í sögu mannkyns

Bakþankar
Fréttamynd

Barnaníð

Hvert barn sem fæðist er gætt þeim stórkostlega hæfileika að geta myndað tengsl. Jafnvel strax í móðurkviði venst það röddum og hljóðum sem það byrjar að tengja sig við. Í dag bregða margir foreldrar nýbura á það ráð ef barnið er órólegt, að fara á netið og finna upptökur af innyflahljóðum úr manneskju.

Bakþankar
Fréttamynd

Stóra fólkið

Er það ekki með þig eins og mig þegar jólin koma að vissar persónur líkt og fljóta upp í meðvitundina? Rétt eins og allt fólk velur sér minningar til að lyfta fram og halda í þannig veljum við okkur líka persónur sem við gefum heiðurssess í sál okkar

Bakþankar
Fréttamynd

Sveltum smalann

Tryggvi Emilsson lýsti því í bókinni Fátæku fólki hvernig það var að vera smalastrákur í sveit kringum aldamótin þarsíðustu. Þá þótti dyggð að svelta smalann. Soltinn smali bar vott um ráðdeildarsemi í búrekstri.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjálfsvíg

Ég hef enga tölu á því fólki sem ég hef mætt í mínu prestsstarfi sem hreinlega treystir sér ekki lengur til að lifa og sér dauðann sem lausn fyrir sig. Ég gæti heldur ekki talið upp í huganum þá einstaklinga sem ég hef rætt við og eru að horfast í augu við ótímabæran dauða sinn en eru staðráðnir í að gera allt til að lifa.

Bakþankar
Fréttamynd

Var amma glæpon?

Á kreppuárunum flúði ung móðir fátæktarbaslið hér heima og hélt til Kaupmannahafnar. Tveimur drengjum sem hún átti utan hjónabanda kom hún fyrir hjá fólki og hugðist sækja þá þegar hún hefði komið undir sig fótunum. Svo skall á stríð og enginn komst eitt né neitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Hversu gott?

En mér er ekki sama um framgang okkar manna á EM og er þakklátur þessum tæplega 30 þúsund Íslendingum sem mættir eru einbeittir í bláum treyjum. Þau eru þarna líka fyrir mína hönd.

Bakþankar
Fréttamynd

Grásprengi­valdið

Í daglegum störfum er ég iðulega að hitta fólk sem langar að bæta samskipti sín. Fólk sem nennir ekki lengur að vera alltaf að skammast sín eða skamma aðra, hafa samviskubit, bíta á móti og líða eins og drasli.

Bakþankar
Fréttamynd

Tóm heimska ef…

Um daginn sagði mér fróður maður að vísindamenn úti í heimi héldu því fram að hringrásin í vistkerfinu sé svo hröð að á hverjum þremur vikum hafir þú deilt frumeindum með hverri einustu lífveru sem dregið hafi andann á þessari jörð.

Bakþankar
Fréttamynd

Líkaminn man

Hefur þú tekið eftir því hvað það er misjafnt að taka í hönd á fólki? Stundum er það nærandi en stundum tærandi. Svona einföld athöfn eins og það að rétta fram hönd og taka í aðra getur verið hressandi og líka stressandi.

Bakþankar
Sjá meira