Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn af­greiða samstarfstillögu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram.

Innlent
Fréttamynd

Telur að ríkis­stjórnin lifi þetta ekki af

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. 

Innlent
Fréttamynd

Hefðu lent í vand­ræðum án frestunar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa.

Innlent
Fréttamynd

Katrín ekki lengur þing­maður

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 

Innlent
Fréttamynd

Kynna allt saman í einum pakka

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Telja að Þór­dís Kol­brún verði for­sætis­ráð­herra

Fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna spá því að Sjálfstæðisflokkurinn taki við forsætisráðuneytinu. Þá telja þeir ólíklegt að formaður flokksins geri tilkall til forsætisráðherrastólsins og líklegra að varaformaðurinn setjist í það sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Erfið fæðing hjá nýrri ríkis­stjórn

Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag.

Innlent
Fréttamynd

Katrín verður for­sætis­ráð­herra þangað til að ný stjórn er mynduð

Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Innlent
Fréttamynd

Segir af­sögn sína heilla­spor fyrir VG

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi ekki nema sólar­hring til að ráða ráðum sínum

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrif veiðar­færa á losun kol­tví­sýrings og líf­fræði­lega fjöl­breytni á hafs­botni

Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. 

Skoðun
Fréttamynd

Hefur litla trú á að ríkis­stjórnin haldi út kjör­tíma­bilið

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís verði for­sætis­ráð­herra og Bjarni komi nýr inn

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Það er á­kveðið óvissustig núna“

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að möguleg ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hafi ekki verið til formlegrar umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

For­seti þing­meiri­hlutans

Á lýðveldistímanum hefur þingmeirihlutinn ítrekað reynt að sölsa undir sig forsetaembættið þannig að hann hefði bæði forsetann og forsætisráðherrann. Séra Bjarni frambjóðandi þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll 1952 og þjóðin kaus sér sinn eigin forseta.

Skoðun