Enski boltinn

Özil: Framtíð mín hjá félaginu stendur ekki og fellur með ákvörðun Wenger

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þjóðverjinn Mesut Ozil í liði Arsenal eftir eitt af  fimm mörkum Bayern í síðustu viku.
Þjóðverjinn Mesut Ozil í liði Arsenal eftir eitt af fimm mörkum Bayern í síðustu viku. Vísir/AP
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, segir að ákvörðun Arsene Wenger um það hvort hann haldi áfram með liðið eða ekki muni ekki hafa áhrif á framtíð Özil hjá félaginu.

Hann muni taka ákvörðun sína einn á sínum forsendum, ekki hvort Wenger verði áfram eða ekki. Özil virðist hafa skipt um skoðun en hann sagði í fjölmiðlum í janúar að hann myndi ekki semja við Arsenal ef Wenger myndi hætta með liðið.

„Það er allt opið í þessu. Ég hef rætt aðeins við Arsenal en núna er ég bara að einbeita mér að þessu tímabili,“ segir Özil.

„Arsene Wenger er ein af aðal ástæðunum að ég ákvað að koma til Arsenal. En ég veit að hlutirnir gerast rosalega hratt í fótboltanum og það er erfitt að plana langt fram í tímann. Það væri því rangt að segja að framtíð mín hjá félaginu standi og falli með ákvörðun Wenger.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×