Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar.
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar. vísir/loftmyndir.is
Að minnsta kosti einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys sem varð á Öxnadalsheiði á tíunda tímanum í morgun. Um var að ræða árekstur þriggja bíla; smárútu, jeppa og fólksbíls.

Þrír sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang og einn tækjabíll frá slökkviliðinu, en þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið kölluð út vegna slyssins. Þá hefur áfallateymi frá Rauða krossinum verið sent á staðinn.

Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi verður vegurinn lokaður í að minnsta kosti tvær klukkustundir á meðan unnið er á vettvangi. Vegfarendum er bent á að hægt er að fara Ólafsfjarðarveg til Siglufjarðar og þá leið suður.

Uppfært kl. 11.10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×