Innlent

Öxarárfoss í miklum ham

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins var í árlegri vorferð í dag og kom við á Þingvöllum þar sem hópurinn fór í gönguferð í rigningunni.
Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins var í árlegri vorferð í dag og kom við á Þingvöllum þar sem hópurinn fór í gönguferð í rigningunni. Mynd/Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
Mikil flóð eru í Öxará vegna leysinga sem hafa skilað sér í að Öxarárfoss er nú vart þekkjanlegur.

Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins var í árlegri vorferð í dag og kom við á Þingvöllum þar sem hópurinn fór í gönguferð í rigningunni.

Mynd af hópnum var birt á Facebook-síðu þjóðgarðsins, þar sem segir að flóð verði nokkrum sinnum á ári í Öxará en þá breytii fossinn um svip.

Öxará á upptök sín í Myrkavatni á milli Búrfells og Botnsúlna. Á heimasíðu þjóðgarðsins segir að rennsli Öxarár leyni á sér en áin getur vaxið mjög hratt í leysingum á vorin og miklum rigningum. Vatnasviðið er stutt og frekar bratt og skilar úrkoma sér hratt niður í Þingvallavatn.

Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins sem var í árlegri vorferð í dag kom við á Þingvöllum og fór í gönguferð í...

Posted by Þjóðgarðurinn á Þingvöllum / Thingvellir National Park on Monday, 20 April 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×