Owen: Liverpool vann Evrópudeildina í fyrra

 
Fótbolti
15:00 17. MARS 2017
Sevilla vann Evrópudeildina 2014-16.
Sevilla vann Evrópudeildina 2014-16. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Minnið var eitthvað að stríða Michael Owen, fyrrum leikmanni Liverpool, Manchester United og Real Madrid, í gær.

Owen var álitsgjafi hjá BT Sport um seinni leik United og Rostov í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.


Owen varđ á í messunni.
Owen varđ á í messunni. VÍSIR/GETTY

„Það er erfitt að vinna þessa keppni,“ sagði Owen.

„Liverpool þurfti að spila á móti gríðarlega sterkum liðum á leiðinni að titlinum í fyrra,“ bætti Owen við.

Svo virðist sem gamli framherjinn hafi gleymt seinni hálfleiknum í úrslitaleik Liverpool og Sevilla í fyrra.

Liverpool leiddi 1-0 í hálfleik í úrslitaleiknum í Basel í fyrra. Sevilla-menn voru hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigur í Evrópudeildinni þriðja árið í röð.

Það virðist þó hafa fennt yfir þennan seinni hálfleik í huga Owens sem skoraði 158 mörk í 297 leikjum fyrir Liverpool á árunum 1997-2004.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Owen: Liverpool vann Evrópudeildina í fyrra
Fara efst